6.3.2008 | 20:00
Fréttir á stöð 2 í kvöld 6/3 2008
Þar var verið að fjalla um væga dóma í heimilisofbeldismálum. Ein hetjan kom í viðtal og sagðist undrast mjög þessa vægu dóma hér og þeir væru svo sannarlega mun vægari en í hennar heimalandi. Einnig sagði hún það sem svo sannarlega er rétt að slíkir dómar væru ekki beint hvatning til að kæra slík mál. Því miður sannleikur. Þessu þarf að breyta og það fyrr en seinna.
Hvet ykkur til þess að horfa á þessa frétt og tjá ykkur um þessi mál.
PS. Fór eftir fordæmi Gunnars bloggvinar míns og yngdi smá höfundarmyndina af mér. Þessi ynging á mynd reyndar veldur því að ég er aðeins örfáum árum eldri á þessari mynd. En þau eru bara örfá
Athugasemdir
Kíki á fréttina á morgun, er að fara að sofa í hausinn á mér! Strangur dagur á enda og viðburðarríkur á morgun!
Knús inn í nóttina!
psssss ( gaman að sjá þig á mynd hjá Ásdísi og svo hér í kvöld, var búin að hann þig ljóshærða svipað háa í huganum (hef ekki séð hæð þína heehheheh) en takk fyrir að sýna þig!)
www.zordis.com, 6.3.2008 kl. 22:37
Ég horfði á þetta og er hrikalega hneykslaður á réttakerfinu á Íslandi... þetta er til háborinnar skammar
PS Mér líst mikið betur á þessa mynd.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.3.2008 kl. 22:39
Ég horfði á þetta og skilaboðin eru skýr: "Það er í lagi með að berja konur" Ef hann hefði gert það sama við karl, hefði hann fengið þyngri dóm..svona er þetta bara..því miður...þetta er eitt af mörgum "hefðum" á Íslandi. maðurinn sem var handtekin í "bankaráninu" án alls ofbeldis fær líklegast margra ára fangelsi...
Óskar Arnórsson, 6.3.2008 kl. 22:47
Ég ætla að horfa á fréttina seinna þegar að ungarnir eru sofnaðir.
Myndin er fín
Sporðdrekinn, 6.3.2008 kl. 23:33
Já, mér finnst hún Julie vinkona mín vera hetja. Eins og mér finnst þið flestar vera.
Við ættum að krefjast aðgerða núna - neita að þiggja innantóm kosningaloforð fyrir næstu kosningar. Aðgerðir strax og dæmum þá sem í framboði verða fyrir næstu kosningar eftir gjörðum þeirra núna!!
Þangað til réttarbót kemst á þurfum við að stofna okkar eigin dóm, Héraðsdóm Réttarríkis!!!
Elisabet R (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 03:25
En hvað það er fín nýja myndin af þér
Hrönn Sigurðardóttir, 7.3.2008 kl. 07:32
Þessi mál eru hin sorglegustu og lögin auðvitað út úr kortinu.
Rosa fín nýja myndin af þér, sæta kona.
Hugarfluga, 7.3.2008 kl. 11:53
Óskar - já því miður virðast skilaboð dómskerfisins vera einmitt þessi
Elisabet - þú mátt gjarnan skila hamingjuóskum til Julie vinkonu þinnar fyrir að koma fram í Kastljósinu. Hún er algjör HETJA.
Takk öll fyrir að hrósa myndinni
Dísa Dóra, 7.3.2008 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.