. - Hausmynd

.

Að vera eða vera ekki

Var lengi að velta fyrir mér hver titill þessa bloggs ætti að vera og ákvað að þessi titill væri fínn.  Mig langar nefnilega svolítið að spá í þann hluta ofbeldissambands sem felst í því að stundum er maður sögð yndislegasta, besta og frábærasta kona í heimi og stundum er maður versta ógeð sem hefur skreytt þessa jörð og á ekkert gott skilið.

Slíkar geta sveiflurnar verið í framkomu þess sem beitir annan ofbeldi.  Oftar en ekki er það þannig að í upphafi sambandsins þá fær ofbeldismaðurinn (tala um mann hér því það á við í mínu tilfelli en ég er ekki þar með að segja að konur beiti ekki ofbeldi) mann til að finnast maður verða dýrkuð og dáð og dásamlegasta vera sem hefur lifað. Mig langar að benda ykkur á hana nöfnu mína  og nýjan bloggvin sem að skrifar um sína reynslu af ofbeldi.  Hún nær einmitt að segja svo vel frá því hvernig maður var stundum á stallinum og stundum niðri í djúpasta pyttinum.

Færslan hennar fær mig svo sannarlega til að minnast svo margs og ég veit að oft hef ég heyrt svipaða reynslu frá öðrum þolendum ofbeldis. 

Man svo vel eftir því hve ótrúlega falleg og gáfuð mér fannst ég vera í upphafi sambandsins þegar minn x jós yfir mig lofinu.  Þegar leið á sambandið varð þetta lof hins vegar æ sjaldheyrðara og hin hliðin var sú sem heyrðist æ oftar.  Samt heyrðist lofið enn af og til og hjálpaði lengi vel til þess að maður viðhélt voninni um að þessi maður væri sá rétti og sá sem að reif mig niður væri ekki hans rétta eðli.  

Síðustu 2-3 árin sérstaklega bólaði þó varla á þessum manni og ófreskjan eins og ég stundum kallaði hann í huganum var sá sem var ríkjandi.  Það var hann sem hikaði ekki við að segja mér hversu ógeðsleg ég væri í útliti, hegðun, gáfum og öðru.  Það var hann sem hikaði ekki við að hrækja á mig og kalla mig hækju, hóru, druslu eða annað sem honum datt í hug.  Það var líka hann sem hikaði ekki við að hóta mér lífláti og bætti gjarnan við að hann vissi að hann þyrfti ekki einu sinni að sitja inni fyrir þann verknað því að heimurinn mundi nú bara þakka honum fyrir að losa sig við þvílíkan viðbjóð sem hann sagði mig vera.  

Það er líka svolítið skrítið að horfa til baka og í minningunni þá eru þessar 2 hliðar á manninum ekki einu sinni sami maðurinn í mínum huga útlitslega séð.  Góða hliðin er útlitslega einnig myndarlegur maður með hlýlegt bros og góða framkonu.  Skrímslið hins vegar er ófríður, grettur, greinilega uppfullur af hatri og grimmd og þannig að flestir sem honum mundu mæta yrðu fullir ótta.  Vissulega var þetta sami maðurinn og sami líkami en mér fannst hann svo gjörsamlega breytast að enn þann dag í dag sé ég hann í raun sem 2 persónur. 

 

Hvet ykkur til að vera dugleg að kvitta hjá nöfnu minni. 

Viðbót: Takk fyrir góða og skemmtilega stund á Krúsinni elsku sunnlensku bloggkerlurnar mínar.  Gaman að sjá andlitin á bak við skrifin Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stórt knús til þín frænka mín

Anna frænka (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 17:14

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Takk fyrir að benda á nöfnu þína...... þið eruð að gera vel með því að ræða um heimilisofbeldi á svo opinskáan hátt. 

Anna Einarsdóttir, 4.3.2008 kl. 18:32

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég fékk gæsahúð! Hvernig er hægt að koma svona fram við manneskju?

Bæþevei! Þú ert frábær og það var gaman að hitta þig og snúllu litlu í dag

Hrönn Sigurðardóttir, 4.3.2008 kl. 18:49

4 Smámynd: Dísaskvísa

Það er það sama hjá mér- fyrir mér er minn x tvær persónur-gjörólíkar.  Maðurinn sem ég varð ástfangin af og hin maðurinn.  Ég beið í 4 ár eftir að hann breyttist aftur í þann yndislega mann sem ég varð ástfangin af, beið og vonaði en allt kom fyrir ekki.  Í dag veit ég að þessi maður er ekki raunverulegur.  Fegin að vera laus.  Fegin að geta vaknað og ekki þurft að kvíða deginum.  Fegin að geta verið ég.

Dísaskvísa, 4.3.2008 kl. 19:14

5 Smámynd: www.zordis.com

Þetta er hræðilegt að nokkur manneskja þurfi að líða svona ofbeldi, andlegt og oftast líkamlegt. 

Hvað er eiginlega að svona gerendum?  Kanski ekki gott að segja því þá væri hugsanlega til lausn.

Gott að þið nöfnur séuð komnar úr klóm þess ílla.  Gangi ykkur vel því tilfinningarnar og sárin eru enn á sálinni.  Hefði viljað taka Krús með ykkur á Kaffi Krús!

www.zordis.com, 4.3.2008 kl. 19:43

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku vina mín, ekki hefði mér dottið í hug að þú hefðir liðið slíkar raunir. Þarna sat ég í dag á móti þér og litlu yndislegu dóttur þinni, báður svo yndislegar og hamingjusamar saman.  Gott að vita að þú ert á betri stað í lífinu í dag.  Hlakka til að hitta þig oftar. 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.3.2008 kl. 20:13

7 Smámynd: Sporðdrekinn

Skrítið ég hafði aldrei hugsað út í þetta fyrr en ég las þessa færslu hjá þér. En núna sé ég, að ég sé minn x líka sem tvær manneskjur. Ég held að það sé eina leiðin til að leyfa sér að muna góður stundirnar.

Sporðdrekinn, 4.3.2008 kl. 20:14

8 identicon

Þekki þetta alltof vel.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 20:14

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Elsku Dísa mín,þetta er það  sama sem mamma mín,upplifði í mörg ármeð hann  pabba minn,en pabbi var ekki vondur maður,hann var mjög veikur og hann fann mjög mikið til,en hann var með geðklofa sem kom fram löngu löngu seinna í sambandi þeirra og það versnaði,eftir því sem árin liðu,enn hann var mjög sorgmættur og leið vítis kvalir og hann framdi þann voða verknað að stytta sér aldur,aðeins 32,ára,en með því,þá skapaði hann betra líf fyrir okkur fjölskylduna sína,það er ljótt að segja það ,en það er bara sannleikur.Ég er ekki reið út í hann,ég elska hann og ég sakna hans,hann var pabbi minn,en hann meiddi mömmu mikið á sál og líkama og það verður seint gleymt,en út frá þessari reynslu hennar mömmu minnar,þá var hún ein af þeim konum sem ,komu Kvennaathvarfið af stað og hún vann þar sem sjálboðaliði,þangað til að hún lést.

Takk Takk elsku Dísa mín að vekja umtal á þessu,það hefur þau áhrif að ég get opnað mig meira og að þora að tala um þessi sársaukafulla reynslu,sem er okkur öllum misjöfn.

Ástarkveðjur,knús knús og þúsund kossar til þín,elskan mín.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.3.2008 kl. 20:51

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Mér finnst nú bara alger hrillingur að sjá hvað margar/margir) virðast hafa þurft að þola svona lagað.Vil segja við þig eins og Dísuskvísu ég dáist að þér

Takk fyrir skemmtilega stund með ykkur mæðgum og öðrum skvísum á Kaffi krús í dag

Solla Guðjóns, 4.3.2008 kl. 20:57

11 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Frábær færsla bæði hjá þér og Dísu Skvísu...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.3.2008 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband