3.3.2008 | 09:04
Það er ódýrt að misþyrma konu.
Ég verð bara að benda ykkur á að lesa blogg Elisabetar R um hvernig dómskerfið hreinlega lítilsvirðir vinkonu hennar með fráránlega lélegum dómi vegna ofbeldis sem hún var beitt. Því miður eru slíkir dómar langt í frá einsdæmi og dómskerfi íslands þarf svo sannarlega að laga gagnvart ofbeldismálum og sérstaklegar þegar um er að ræða makaofbeldi.
Ég kalla þetta lítilsvirðingu frá dómskerfinu þar sem að jú vissulega viðurkennir dómurinn það augljósasta af öllu að hún hafi verið beitt ofbeldi, en maðurinn þarf ekki að sitja inni og miskabæturnar sem hann þarf að greiða eru bara hlægilegar. Næstum eins og verið sé að klappa honum á bakið fyrir verknaðinn Slíkir dómar eru allavega ekki mikil hvatning til þolenda ofbeldis að kæra og ganga í gegn um allt það gífurlega ferli sem kæra og dómur er. Dómskerfið bara VERÐUR að fara að laga.
Verð svo reið þegar ég les svona dóma
Athugasemdir
Ég varð einmitt alveg sjóðandi brjáluð um helgina þegar ég las í blaðinu um dóm sem einhver mannleysa fékk sem hafði lamið konuna sína í höfuð og líkama með krepptum hnefa og börnin horfðu upp á aðfarirnar. Mannhelvítið fékk tvo mánuði SKILORÐSBUNDNA og dómnum þótti rétt að skilorðsbinda dóminn þar sem konan hafði átt upptökin.... með því að reka honum kinnhest!!!! Kinnhest!!! "Þá átti hún þessar barsmíðar bara skilið" eru skilaboðin sem þessir aumingjar í Hæstarétti eru að senda út í samfélagið. Get endalaust æst mig yfir ömurlega vægum dómum í þessu landi.
Ragnhildur Þórðardóttir, 3.3.2008 kl. 09:22
Þetta er til háborina skammar að dæma svona ég bara skil ekki svona dóma
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 3.3.2008 kl. 09:39
hvað varð um athugasemdina mína? Gleymdi ég að ýta á senda??
Allavega það sem ég sagði sagði Ragnhildur akkúrat! Ég var að furða mig á þeim dómi um helgina........
Hrönn Sigurðardóttir, 3.3.2008 kl. 09:54
Hrönn - ég er nú ekki að skilja þetta þar sem ég fékk tilkynningu um athugasemd frá þér. Set hana bara hér sem copy/paste
Höfundur: Hrönn Sigurðardóttir (http://hronnsig.blog.is/)
Athugasemd:
æj já... Ég hnaut líka um einn dóm um helgina í einhverju blaðinu þar sem
maðurinn hafi lúbarið konuna sína að börnunum aðsjáandi. Hann fékk
skilorðsbundinn dóm þar sem sannað þótti að hún hafði átt upptökin með því
að reka honum löðrung.......!!
Halló!!!!!! Gat hann þá ekki bara löðrungað hana til baka?
Er svo innilega sammála ykkur með að slíkir dómar eru til háborinnar skammar. Er þá semsagt afsökun fyrir ofbeldi?? Mér er spurn þegar ég les slíka dóma. Spái líka í hvort nokkuð hafi verið hugsað út í það sem að maðurinn hafi jafnvel verið búinn að gera og segja áður en að konan löðrunaði hann. Ætli það hafi verið athugað? Spái líka í hvernig dómurinn hefði verið ef það hefði verið karlmaðurinn sem var barinn til óbóta af konu sinni. Ætli hefði verið sagt að hann beri ábyrgðina með því að hafa rekið konunni kinnhest (svona ef við gerum okkur upp öfug hlutverk). Þá er ég langt, langt í frá að segja að ofbeldið sé eitthvað afsakanlegra ef kynhlutverkin snúast við og það er konan sem betir ofbeldinu. Það er sko langt í frá því ég tel að ofbeldi sé ALDREI afsakanlegt. En velti þessu fyrir mér þrátt fyrir allt því að mér finnst því miður enn eyma eftir af smá kvenfyrirlitningu í íslenska dómskerfinu Ef karlmaður beitir karlmann ofbeldi eru dómarnir yfirleitt mun alvarlegri en ef karlmaður beitir konu ofbeldi. Þessu þarf að breyta - það á að horfa á hlutina úr frá því að ofbeldið sé dæmt á sama hátt hvort sem það er karl eða kona sem beitir því.
Dísa Dóra, 3.3.2008 kl. 10:05
Þetta er til hábornar skammar...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.3.2008 kl. 10:57
Þetta er bara hræðilegt og það verður að gera eitthvað í þessu.
Kolgrima, 3.3.2008 kl. 14:28
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.3.2008 kl. 14:55
Svandís - já sá dómur er einmitt eitt dæmið um hve slælega dómskerfið hér tekur á þessum málum
Alfa Dröfn - tja því miður er það nú oftar en ekki svo að gerandinn þarf ekki einu sinni að sitja af sér heldur fær einhverja mánuði skiloðsbundið
Dísa Dóra, 3.3.2008 kl. 15:23
Það þarf að breyta dómskerfinu á Íslandi..... STRAX. Fólki er svo hrikalega mismunað að réttlætiskennd minni og fjölmargra annarra er stórlega misboðið. Nú heimtum við konur að menn hætti að berja kvenfólk og kalli okkur frekar rasista og nasista en berji karlkyns bloggara í klessu í staðinn. Samkvæmt dómum ættu bloggarar að vera fegnir að sleppa undan svo hroðalegum mannorðsskaða sem ljót uppnefni valda þeim og fá í staðinn að vera BARA lamdir sundur og saman.
Anna Einarsdóttir, 3.3.2008 kl. 18:22
Þetta er nú bara sorglegt
Sporðdrekinn, 3.3.2008 kl. 21:49
Takk Dísa Dóra.
Ég er að velta því fyrir mér hvort ekki eigi að finna einhvern frábæran lögfræðing sem gæti valið úr 4 eða 5 dóma (af nógu er að taka...) og farið með þá í mannréttindadómstólinn. Við gætum öll lagt okkar til með fjárframlögum. Það er nauðsynlegt að fá metið hvar við stöndum í dómum í ofbeldismálum sem beinast sérstaklega að konum og börnum versus körlum. Fá það svart á hvítt.
Ég er nefnilega hrædd um að áköll okkar skili litlu inn fyrir virkisveggi dómstóla hér á landi.
Elisabet R (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 22:04
Ofbeldi er viðbjóðslegt og það þarf að koma í veg fyrir að hægt sé að ganga í skrokk á fórnarlömbum.
Lífið getur verið svo ljótt og hispurslaust! Guð blessi og styrki þá einstaklinga sem þurfa að þola svona viðbjóð!
www.zordis.com, 3.3.2008 kl. 22:47
Anna - já það er ótrúlegt að hægt sé að dæma hærri dóma þegar um meiðyrðamál og bloggi er að ræða en þegar um ofbeldi er að ræða
Elisabet - þessi hugmynd þín er sniðug finnst mér. Þarf endilega að skoða hvort hún er framkvæmanleg
Zordis - já því miður getur lífið verið ansi ljótt
Dísa Dóra, 4.3.2008 kl. 09:30
Ég kærði fyrrverandi sambýlismann minn í maí á síðasta ári. Málið er enn í rannsókn og ekki er vitað hvenær eða hvort málið verður tekið fyrir. Ég er ekki sú eina sem hef lent í honum en er sú eina sem hef staðið við ákæruna. Þegar ég les svona þá fer allur vindur úr mér. Hugsa oft - Til hvers að standa í þessu- vitandi það að hann á eftir að fá smávægilegan dóm. Hugsa þá til allra þeirra sem eiga eftir að koma á eftir mér í líf hans- kannski að þetta eftir að auðvelda þeim. Á meðan vinn ég mig út úr þessu - fanga og fagna lífinu.
Dísaskvísa, 4.3.2008 kl. 12:42
Solla Guðjóns, 4.3.2008 kl. 20:28
Dísaskvísa. Það eru eingöngu konur eins og þú sem geta fengið þessu breytt. Því fleiri konur sem kæra því sýnilegra verður misréttið og því reiðari verður þjóðin. En það er alltaf skelfilega ósanngjarnt að þurfa að fara í fararbroddi - og oft sársaukafullt.
Ég stend með þér. Við þurfum að koma upp hóp sem mætir í svona réttarhöld og dómsuppkvaðningar fórnarlömbunum til stuðnings. Ef lokað þá stöndum við bara fyrir utan réttinn.
Elisabet R (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.