. - Hausmynd

.

Elska svona daga

svolítið extra mikið.  Ekki það að ég elski ekki flesta daga núorðið - það geri ég virkilega og held ég elski þá einmitt enn meira en annars því þrátt fyrir allt þá man ég enn hvernig er að vera á botninum og þá líðan sem því fylgir.  Því kann ég sko virkilega að meta alla þessa yndislegu góðu daga.

En þessi dagur er nú aleilis extra góður.  Yndislega fallegur vetrardagur með snjó yfir öllu og nota bene næstum hvítum snjó Wink.  Sólin skýn og varla sést ský á himni.  Að vísu sýnir hitamælirinn smá frost en það er blankalogn og finnst nú barasta ekki fyrir slíku.  Í þessum bæ er reyndar ótrúlegt að það skuli koma lygnir dagar haha - í góðviðrinu í sumar kom þrátt fyrir allt varla dagur þar sem algjört logn var, því hingað nær hafgolan ótrúlegt nokk ef ekki kári blessaður sér fyrir rokinu.

En dagurinn er góður á fleiri vegu en bara veðrið.  Húsbandið skellti sér í gönguferð í morgun og eigum við von á honum um kaffileitið aftur.  Æ finnst bara gott að vita af honum iðka sína uppáhalds tómstundaiðju í svona dýrðlega fallegu veðri - mér hlýnar um hjartað við tilhugsunina Heart

Hóf morguninn á að fara í heimsókn til foreldra minna og þar sátum við að spjalli yfir kaffibolla ásamt bróður mínum sem er í heimsókn frá Noregi þar sem hann býr.  Elska að geta droppað í kaffi svona næstum þegar mér dettur í hug án nokkurrar fyrirhafnar.  Alltaf gott að eiga góðar stundir með fjölskyldunni og vona ég að ég eigi eftir að njóta slíkra stunda með þeim í mörg mörg ár enn.  Um hádegi var síðan haldið heim á leið og litla skottið sett út í vagn að fá fegrunarblundinn sinn.  Mömmunni þótti hún þurfa smá fegrun líka og lagði sig í smá stund.  Vaknaði svo ekki við org dótturinnar ó nei - heldur var það söngl og hlátur og aaaaaa hljóð þegar hún var að knúsa bangsann sinn.  Lá ég smá stund að hlusta á þessi yndislegu hljóð og þegar þeirri stuttu fór að leiðast biðin eftir mömmu heyrðist sönglað mmmammmmmmmaa ósköp ljúft Heart

Ætlunin er svo að fara aðeins út í góða veðrið og viðra okkur og njóta tækifærisins að nota snjóþotu dótturinnar.  Morgundagurinn er svo hugsaður í bæjarferð og jafnvel að kíkja upp á Skaga.  

Eigið yndislega daga og munið að þakka fyrir smáatriðin í lífi ykkar sem svo auðvelt er að gleyma í hinu daglega amstri Smile  

Ljúfust mín kveður með brosi

mynd_kbF3zR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Yndislegt að lesa

Hrönn Sigurðardóttir, 1.3.2008 kl. 14:07

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

OOOO   ég man ...... hjalandi barn er eitt það yndislegasta í heimi hér. 

Anna Einarsdóttir, 1.3.2008 kl. 14:53

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

það er yndislegt að vera svona meðvitaður um það sem í raun er milvægt í þessu lífi ! ekki satt ... hún algjör snúlla !!!

Blessi þig á laugardagskvöldi !

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.3.2008 kl. 18:14

4 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Þetta var ljúf lesning og dóttir þín er algjör dúlla :-)

Eydís Hauksdóttir, 1.3.2008 kl. 18:31

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Falleg færsla og dúllu mynd...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.3.2008 kl. 21:47

6 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Æj frábært, égtrúi því að það sé notalegt að hafa mömmu og pabba í næssta nágrnni skilaðu kveðju til hans bróðir þíns frá mér....litla frænka er svo sæt og mikl guðs gjöf knúsa hana frá frænku svo fær húsbandið þitt líka kveðju frá mér  og þú auðvita líka.

Komið gott af kveðjum í bili Heiður  

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 1.3.2008 kl. 23:25

7 Smámynd: SigrúnSveitó

Eini gallinn, sem ég finn, á að búa á suðvesturhorninu  er einmitt sá að familíjan er að mestu leiti á austfjörðum. Gæti sko sannarlega vel hugsað mér að geta droppað svona í kaffi til mömmu eða systkina minna þar. 

Þú snertir við fleiru í mér með þessari færslu.  Ég þekki á eigin skinni að búa við  og upplifa ofbeldi, andlegt, líkamlegt og sem barn kynferðislegt.  Veit hvernig það er að vera í helvíti. Og líklega einmitt þessvegna kann ég svo vel að meta líf mitt í dag Sterkari en ella, tel ég mig vera. Og hamingjusamari en ég hélt að væri mögulegt.

Takk fyrir bloggið þitt, mín kæra. 

SigrúnSveitó, 2.3.2008 kl. 11:14

8 Smámynd: Kolgrima

Falleg færsla og almáttugur hvað hún er sæt

Kolgrima, 2.3.2008 kl. 17:59

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Notaleg lesning takk, takk barnið yndislegt. 

Ásdís Sigurðardóttir, 2.3.2008 kl. 20:09

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Þarna er litla fyrirsætan

Solla Guðjóns, 4.3.2008 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband