27.2.2008 | 12:12
Ég lifi
Takk fyrir allar góðu kveðjurnar. Heilsan er öll að koma til þó enn sé ég nú ekki orðin góð. En það vonandi lagast fyrir morgundaginn þar sem ég þarf að vinna þá. Var reyndar hringt í morgun hvort ég vildi koma á aukavakt og því miður þurfti ég að segja nei
Það er samt eitt mjög gott við þessa pest - hún er mjög fljótvirk megrun
Svona til að lífga upp á daginn ykkar ætla ég að setja hér inn myndir af nýjustu prakkarastrikum litla yndislega grallarans míns
Komst upp í sturtubotninn og var þar blaut og alsæl að sulla
Var eitthvað undarlega hljótt í húsinu áðan og þegar ég fór að athuga málið þá var þetta ástæðan
Egið góðan dag
Athugasemdir
sæt skotta sem þú átt ! og gaman að svona uppátækjum, þetta gefur svo góðar minningar !
Bless í daginn kæra kona
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 12:14
Þvílík dúlla og alltaf gaman af því þegar þau gera eitthvað af sér á þessum aldri Dugnaður og ekkert annað hjá þeim að finna upp á þvi hvernig klósettpappír virkar. Vonandi fáum við að fylgjast svo með fleirum prakkarastrikum hjá dömunni.
Kveðja Laufey
Laufey Fjóla Hermannsdóttir, 27.2.2008 kl. 12:32
Hún er bara eins og kisa mín, stingur sér í sturtuna þegar færi gefst og tætir niður wc rúllurnar. Gott að ykkur er að batna.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 13:03
Sæt snúllan þín
Sporðdrekinn, 27.2.2008 kl. 14:14
Flott mynd af skottunni þinni,knús knús og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.2.2008 kl. 14:25
Algjört krútt!
Þórdís Guðmundsdóttir, 27.2.2008 kl. 14:34
hehe hún er svo mikil dúlla frænku skottið þetta hefur gerst líka hjá frænd fókinu hennar á þessum bæ knús til ykkar Heiður.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 27.2.2008 kl. 15:10
Dúlla og prakkara svipurinn leynir sér ekki
Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.2.2008 kl. 16:32
Eggjastokkaglamur sko!
Æðislegt stelpuskottið þitt
www.zordis.com, 27.2.2008 kl. 18:56
Þessi sniðuga stelpa veit að það þarf auðvitað að rannsaka svona klósettpappírsrúllu.
Anna Einarsdóttir, 27.2.2008 kl. 23:31
Algjört krútt þessi stelpa þín!
Huld S. Ringsted, 28.2.2008 kl. 08:17
Takk fyrir fallegu orðin elskur
Alfa - ó jú þú átt sko eftir að komast að því að þögnin boðar ekki gott með barn í húsinu
Dísa Dóra, 28.2.2008 kl. 13:29
Yndislegt
Kristín Snorradóttir, 28.2.2008 kl. 17:48
Mér sýnist á seinni myndinni að hún vera að hugsa: "Hvað ertu eiginlega að skipta þér af, ég rannsaka bara klósettpappírinn ef ég villll! Næsta project... er að kanna hversu margir metrar eru í einni tannkremstúbu"
Einar Indriðason, 29.2.2008 kl. 08:44
Hi,hi,hi! já hún sér þér fyrir verkefnum prinsessan! Vonandi er þér batnað og góða helgiKnús til ykkar frá okkur á Fáskrúðsfirði
Anna frænka (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 11:58
Fór inn á HUX FLUX á Vinsældarlista a la Gunnar og lenti hérna og er ánægð með lendingarstaðinn Æðislega falleg lítil prakkarastelpa sem þú átt þarna Svo innilega önnum kafin við að skoða heiminn
Jónína Dúadóttir, 29.2.2008 kl. 15:34
Hún er yndislega falleg þessi litla elska til hamingju með hana!
Hugarfluga, 29.2.2008 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.