. - Hausmynd

.

Magapest dauðans

Já ég held ég hafi bara aldrei á minni ævi orðið eins veik af magapest og síðasta rúmlega sólahringinn.  Verstir voru þó þvílíkir verkir sem fylgdu með og var ég alveg pottþétt á því á tímabili að ég mundi upplifa svona Alien atriði á sjálfri mér.  Það er að skrímsli kæmi úr maganum Smile

Ég meira að segja þurfti að kalla á húsbandið heim úr vinnur (nota bene úr borginni) þar sem ég bara gat alls ekki hugsað um skottið og ekki vildi ég nú að hún færi sér að voða á meðan sú gamla elskaði Gústav Cool

Gustavsberg hefur verið óspart hilltur hér og gjarnan hefur skúringarfatan fengið að hjálpa til þar sem að Gústi dugði barasta ekki Whistling  En þetta er nú allt að koma og allavega verkirnir horfnir (sem betur fer) þó ekki sé nú maginn orðinn góður.  En ég lifi enn - sumum kannski til mikillar armæðu Tounge

Versta við þetta er að litla skottið virðist hafa smitast af múttu gömlu en sleppur þó við verkina - allavega er hún syngjandi glöð og brosandi hér eins og vanalega þessi elska InLove

Svo þeir sem vilja góða magapest eru velkomnir í kaffi en hinum ráðlegg ég að halda sig sem lengst í burtu á næstunni Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÆÆÆ þú átt alla mína samúð... en ég held ég bíði með kaffið enn um sinn.. hef ekki tíma fyrir Gústv eins og er...:) en góðan bata..

Edda (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 10:07

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég vorkenni þér... Gústav er þekktur fyrir að vera andfúll

Batakveðjur

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.2.2008 kl. 12:00

3 Smámynd: Ragnheiður

Oj oj oj...

ég man eftir einni svona pest, það eru mörg ár síðan...það var reyndar matareitrun. Bjössi minn varð að vera hjúkrunarkona, kallinn í rútulangferð.

Ragnheiður , 26.2.2008 kl. 13:06

4 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

ÚFF ekki gott ástand hjá ykkur vonandi fer allt að lagast hjá ykkur knús á litlu frænku mína kveðja Heiður.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 26.2.2008 kl. 13:30

5 identicon

Þú átt allan minn skilning og samúð, þar sem ég var sjálf með þessa ógeðs magapesti um daginn og faðmaði Gústaf í gríð og erg.

Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 17:46

6 identicon

Hæ hæ

Hér voru streptokokkar og innflúensa ofan í þá. Veit ekki hvort það sé nokkuð betra en ást á Gustav en samúð mína áttu alla.

Er búin að fá 1 atvinnutilboð, draumavinnuna fæ ég vonandi að vita meira um á morgun. Ef ekki þá tek ég tilboðinu

Kær kveðja

Guðný

Guðný (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 21:05

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.2.2008 kl. 21:19

8 Smámynd: www.zordis.com

Gott að ástandið sé yfir og að þú sért orðin heil í mallakútnum!

Púff, það er hræðilegt að vera með magakvalir!!!

www.zordis.com, 26.2.2008 kl. 23:08

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gústi minn er sem betur fer ekki andfúll, en mikið er annars leiðinlegt að vera með ælupest, maður verður svo hrikalega ósjálfbjarga.  Vona að all sé að verða komið í lag.  Vomit 

Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 11:53

10 Smámynd: Dísa Dóra

úfffff mér verður nú bara flökurt að sjá þennan kall þinn Ásdís

Dísa Dóra, 27.2.2008 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband