22.2.2008 | 10:14
Fyrir þá sem skilja sænsku
ákvað að setja hér inn hlekk á einn þátt af þáttaröðinni Debatt sem eru mjög góðir þættir sem fjalla um ýmis samfélagsvandamál og fleira. Þessi þáttur fjallar um heimilisofbeldi og er þarna meðal annars viðtal við konu sem upplifði slíkt. Flest það sem hún talar um skil ég svo nákvæmlega og sat bara hér og kinkaði kolli og sagði einmitt og aha til skiptis. Fékk hroll og tár í augun til skiptis líka.
Í dag er ég búin að vinna mig það langt frá þessu ofbeldi að ég er ekki föst í þeim tilfinningum sem ég var föst í í byrjun eftir sambandið og auðvitað í sambandinu. Hins vegar eru þessar tilfinningar og minningar ávalt mjög skírar ef ég næ í þær svo að segja og þegar ég heyri svona viðtöl kemur minningin um þær svo ótrúlega skýrt fram.
En hér má sjá þennan þátt http://svt.se/play?a=1061793
Athugasemdir
Takk
Dísa Dóra, 22.2.2008 kl. 11:58
Fyrst vill ég taka undir það sem Alfa segir.
Ég horfði á Debatt og það var þess virði. Það skein í gegnum hvað Iréne var hrædd og mér fannst næstum því eins og ég gæti fundið fyrir hræðslunni.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.2.2008 kl. 17:19
Tek undir með Ölfu þú er mögnuð.
Kærleikskveðja
Kristín Snorradóttir, 22.2.2008 kl. 18:48
Hef ekki séð Debatt, en vissi ekki að þú hefðir lent í ofbeldi, mér finnst þú dugleg ef þú ert búin að vinna þig eitthvað út úr því. Þekki ekki söguna, eigðu góða helgi elskan mín
Ásdís Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 21:48
Dásamlegt að geta skilið eftir sig hræðsluna, minningin verður ávallt til staðar en með skilningi og þeim skrefum er þú tekur fjær því sterkari einstaklingur myndar þú. Til hamingju með sjálfa þig!
Ég á eftir að hlusta á þáttinn en það eru tæpl. 30 ár síðan ég söng og talaði sænsku!!!
www.zordis.com, 22.2.2008 kl. 22:03
Takk takk elsku vinir fyrir hvatningu og falleg orð í minn garð
Ásdís - þú getur lesið söguna mína og fleiri hugleiðingar um uppbygginguna hjá mér og fleira í upphafi þessa bloggs http://www.disadora.blog.is/blog/disadora/?offset=80
Dísa Dóra, 22.2.2008 kl. 22:47
Bestu kveðjur og góða helgi
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.2.2008 kl. 11:06
gat ekki hlustað , en takk fyrir þetta !!!
Bless til þín á fallegum laugardegi.
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 14:53
úff var að horfa á debatt og efast um að ég sofni í nótt
Gunna-Polly, 24.2.2008 kl. 01:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.