21.2.2008 | 15:35
Smá sálfræðipróf
Fékk þetta sent og bara verð að setja þetta hér inn
Þetta er ekta sálfræðipróf sem byrjar svona:
Það var einu sinni kona sem var í jarðaför móður sinnar. Í jarðaförinni hitti hún mann sem hún hafði ekki séð áður. Þessi maður var svo fallegur að konan hafði aldrei séð annað eins. Hún hélt ekki vatni yfir þessum draumaprins og varð ástfangin upp fyrir haus. Hún komst þó aldrei í það að fá hjá honum símanúmerið vegna anna í jarðaförinni. Nokkrum dögum seinna drap konan systur sína.
Spurningin er: Hvers vegna drap hún systur sína? Spáðu í þetta áður en þú skrollar niður. Til að þetta próf virki, þá er nauðsynlegt að gera það rétt!
Svar: Hún vonaðist til þess að maðurinn kæmi í jarðaför systur sinnar.
Ef þú gast rétt þá hugsaru eins og geðsjúklingur. Þetta próf var gert af >Bandarískum sálfræðing til að athugahvort fólk hugsi eins og morðingi. Margir fjöldamorðingjar hafa verið látnir taka þetta próf og svöruðu þeir allir rétt. Ef þú hins vegar svaraðir ekki rétt, gott hjá þér og gleður mig að vera vinur þinn! Ef vinir þínir fá bingó við þessarri spurningu, þá mæli ég með því að þú skiptir um vinahóp og haldir ákveðnri fjarlægð frá þeim.
Jæja - einhver sem var með þetta rétt? Einhver sem ég þarf að stroka út af bloggvinalistanum mínum? Allavega var ekki séns að ég gæti fundið nokkra ástæðu fyrir að konan hefði myrt systur sýna.
Athugasemdir
Ekki datt mér þetta í hug, hjúkk ég hugsa klárlega ekki eins og geðsjúklingur.
Guðmundur Jóhannsson, 21.2.2008 kl. 15:57
Ég hélt að systir hennar væri farin að deita manninn eða eitthvað álíka. Ég sem sagt hugsa ekki eins og geðsjúklingur...sem betur fer,
Bryndís R (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 15:59
Ég virðist vera með snertu af geðsýki ég alla veganna svaraði rétt
Sporðdrekinn, 21.2.2008 kl. 16:00
jahérna það er greinilegt að sporðdrekar eru hættulegir
Dísa Dóra, 21.2.2008 kl. 16:02
Ég hélt að systirin hefði krækt í hann.
Anna Einarsdóttir, 21.2.2008 kl. 17:47
úbbs......... það eina sem mér datt í hug var að hún vonaðist til að hann kæmi aftur.....
Hrönn Sigurðardóttir, 21.2.2008 kl. 18:08
Fyrst hugsaði ég: Guð hvað ég er heimskur.
Ég var komin með höfuðverk að reyna að leysa þetta en það tókst ekki... hjúkk
Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.2.2008 kl. 19:30
Ég hélt að systirinn væri farin að deita manninn...þá er ég sloppin á vina listann hjá þér kæra frænka....
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 21.2.2008 kl. 20:41
Í fyrstu hugsaði ég, kærasti systur hennar ... en nei gat ekki verið þar sem hún hafði aldrei séð hann.
Hins vegar vitum við ekki alltaf um kærasta systkyna svo þessi lausn hefði getað verið. Á móti þá var ég forundran yfir að hún skyldi hafa drepið systur sína.
Ég á enga systur svo þetta stuðaði mig helling!
Hrönn er þessi killer típa ... heehhhhehehhe hlakka til að knúsa Hrönn!
www.zordis.com, 21.2.2008 kl. 21:55
jiiiiiiiiii og Hrönn býr í sama bæ og ég eins gott að passa sig og alls ekki fara í morgungöngur. Vildi sko ekki mæta henni og Ljónshjartanu í myrkri eftir þetta haha
Dísa Dóra, 21.2.2008 kl. 22:04
Nei þið skuluð sko passa ykkur... Við erum alveg hrikalega hættuleg!!!
Hrönn Sigurðardóttir, 21.2.2008 kl. 22:06
nei ég hugsaði ekki eins, gat hreinlega ekki skilið ástæðuna, sá enga lógík, hahaha
Bless inn í nóttina
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 21.2.2008 kl. 23:20
Shit ég hélt að systirin væri að deita flotta gæjann....hitt kom ekki upp í hugann og ég varð að lesa það tvisvar áður en ég skildi þetta almennilega. Ég er ekki efni í morðingja greinilega en ég reyndar vissi það sjálf.
Ragnheiður , 22.2.2008 kl. 00:23
Neibb, ekki giskaði ég rétt svo að þér er trúlega óhætt í kringum mig...veit samt ekki alveg ef ég hef ekki fengið kaffibollann minn, þá getur allt gerst :)
Thelma Ásdísardóttir, 22.2.2008 kl. 00:30
Hjúkkit maður, ég giskaði ekki rétt!!! Var eiginlega snauð...
Knús...
SigrúnSveitó, 22.2.2008 kl. 00:37
Mér fannst þetta alveg augljóst! Þér er velkomið að gera mig að bloggvini til þess að geta hent mér út aftur, ef þú vilt!
Kolgrima, 22.2.2008 kl. 02:08
Úps... ég hugsa eins og geðsjúklingur
Kristín Snorradóttir, 22.2.2008 kl. 09:19
Thelma mín - ég verð bara að koma með kaffi með mér og halda því langt fyrir framan mig svo þú náir bara í það fyrir fyrsta sopann
Kolgrima - mér líkar greinilega hættulegir vinir því ég sótti þig bara á vinalistann
Ég var nú eins og margir hér og hélt í mesta lagi að systirin hefði farið að deita gaurinn en fannst það samt svo fáránleg ástæða fyrir morði
Dísa Dóra, 22.2.2008 kl. 09:24
Þetta er skemmtilegt "próf". Eitt smá vandamál:
http://www.snopes.com/inboxer/hoaxes/sister.asp
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 22.2.2008 kl. 11:27
Tinna - haha já þú sérð líka á viðbrögðum mínum við svörum inna yndislegu bloggvina hve alvarlega ég tek þetta próf enda sagði ég ekkert um áreiðanleika þess heldur bara að ég hefði fengið það sent og setti það inn hér - svona til gamans gert og vona ég (og held) að fólk taki þessu nú bara sem svona skemmtilegu gríni
Dísa Dóra, 22.2.2008 kl. 11:57
inna á auðvitað að vera minna
Dísa Dóra, 22.2.2008 kl. 11:58
Ég hélt að ég væri alger , nema þá kannski þegar að gert er í hlut minn eða minna.... En ég auðsjáanlega svífst einskins
Systir mín er alveg safe samt
Sporðdrekinn, 22.2.2008 kl. 14:48
Held ég segi nú ekki hvað mér datt í hug, en það var allavega ekki rétt svar svo ég slepp.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 00:46
Ég gat þetta ekki og kem reyndar upp um einstakt minnisleysi því ég hafði séð þetta einhvern tímann áður en mundi ekki fyrir mitt litla líf hvað þetta snerist um!
Þórdís Guðmundsdóttir, 23.2.2008 kl. 11:14
Mér fannst svarið vera svo augljóst að ég undrast hugmyndaflug þeirra sem létu sér detta eitthvað flóknara dæmi í hug.
Jens Guð, 23.2.2008 kl. 20:10
Björninn minn gat þetta ekki heldur ! Var ég búin að segja hvað ég er gríðarlega ánægð með son minn hehe ?
Ragnheiður , 25.2.2008 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.