19.2.2008 | 11:50
Tómur haus
Einhver óstjórnleg bloggleti og andleysi yfir mér þessa dagana. Viðurkenni að ég hreinlega hef ekki heldur hugarorku til að kvitta hjá ykkur bloggvinir góðir nema svona helst með 1 stuttri setningu ef það er svo mikið. Vona að þið fyrirgefið mér þetta samt
Kannski kemur andinn yfir mig á morgun aftur - þið kannski sendið hann til baka til sinna heimahúsa ef þið sjáið hann á flakkinu - lítill grænn með bleikum röndum og ferlegur stríðnispúki
Athugasemdir
Er ekki frá því ég hafi séð hann vingsast hér fyrir utan, sendi hann heim með hraði.
Knús til þín
Fjóla Æ., 19.2.2008 kl. 14:26
Ég sá hann líka, en hann var svo snöggur og slapp!
Margrét Hanna, 19.2.2008 kl. 15:43
Allt er fyrirgefið :)
Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 15:58
Allt er fyrirgefið hér líka..
Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.2.2008 kl. 18:10
Ljúfar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.2.2008 kl. 21:18
Það er alveg leifilegt að vera blogglatur.
Góðar kveðjur Heiður
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 20.2.2008 kl. 10:33
Ekki gott að vera andlaus en vonandi gefur litli gullmolinn þinn þér orkubúst. Hvíldu þig og svo kemur þú tvíefld til baka.
Fékkstu leiðbeiningu með verð á fyrirlestri?
www.zordis.com, 20.2.2008 kl. 17:30
skil þetta vel, hef það oft svona, en andinn kemur aftur sem betur fer !
Bless í bili
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 19:29
Bloggið er ekki kvöð elskan mín, heldur gaman, þú byrjar bara aftur þegar þú nennir, við erum hér róleg.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 19:46
Það er ekkert að afsaka ljúfan
Gerða Kristjáns, 20.2.2008 kl. 20:32
Zordis - já einhverjar leiðbeiningar um það hef ég fengið. Takk fyrir að spurja
Takk fyrir allar kveðjurnar og fyrir að senda andann/púkann minn heim. Hann er að væflast hér úti og ég á aðeins eftir að lokka hann inn
Dísa Dóra, 21.2.2008 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.