. - Hausmynd

.

Kiva.org

´Eg hvet alla til að kynna sér síðuna Kiva.org.  Þar gefst fólki kostur á að aðstoða aðra við að koma sér upp góðri fjárhagslegri framtíð með örlítilli fjárhagslegri aðstoð/láni.  Fólk kemur þarna inn til að sækja um einskonar lán frá þeim sem meiri pening hafa á milli handanna.  Oft er um litlar upphæðir á mælikvarða okkar vesturlandabúa að ræða en upphæðir sem skipta sköpun fyrir þann sem lánið fær.

Það er til dæmis hægt að setja sér það markmið að byrja á að lána einum einstaklingi einhverja upphæð og þegar hún hefur verið greidd til baka má lána næsta manni upphæðina og svo koll af kolli.  Það er jafnvel hægt að setja sér það takmark að hækka upphæðina um ákveðið mark í hvert sinn.  Þannig erum við að styðja fólk í að koma sér upp fjárhagslegum aðstæðum til að bæta sína framtíð.

Hvet ykkur eindregið til að skoða þessi mál og taka þátt Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta er þrælsniðug hugmynd.

Það var Muhammad Yunus (friðarverlaun 2006) sem kom með þessa hugmynd til að hjálpa fátækum, múslímskum konum.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.2.2008 kl. 12:05

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir ábendinguna

Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2008 kl. 15:46

3 Smámynd: www.zordis.com

Sannkallaður kærleikur hér á ferð!  Ætla að skoða þetta betur.

www.zordis.com, 13.2.2008 kl. 18:19

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hef aldrei séð þetta áður.  Takk fyrir ábendinguna. 

Anna Einarsdóttir, 13.2.2008 kl. 21:29

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Takk fyrir það

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.2.2008 kl. 01:05

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta er sniðugt, takk fyrir ábendinguna

Huld S. Ringsted, 14.2.2008 kl. 21:10

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er falleg hugmynd !

kveðja frá lejre og Bless í bili

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 23:48

8 Smámynd: Gerða Kristjáns

Ætla að skoða þetta

Gerða Kristjáns, 18.2.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband