. - Hausmynd

.

Að verðleggja sig

ohhh ég sit þessa dagana og naga neglurnar því ég er að reyna að finna sanngjarna upphæð fyrir að koma og kynna niðurstöður rannsóknarinnar minnar.  Hef bara ekki hugmynd um hvað er sanngjarnt fyrir slíkt??? Errm

Annars eru margar hugmyndir í kollinum á mér í sambandi við að gefa þetta efni út og kynna það sem víðast.  Ég nefnilega er á þeirri skoðun að niðurstöður rannsóknarinnar er eitthvað sem hreinlega verður að komast út til heilbrigðisstarfsfólks, kennara, tómstundafræðinga, leikskólakennara og fleiri aðila. 

Málið er bara að hingað til hefur öll starfsemi samtakanna Styrkur - úr hlekkjum til frelsis verið unnin í sjálfboðavinnu og því kann maður ekki að verðleggja svona.  Samtökin eiga hins vegar enga digra sjóði (bara tómahljóð Tounge) svo það verður vísst að verðleggja slít eitthvað.  Allavega sem er sanngjarnt fyrir ferðir og pappírskostnað og slíkt þó maður haldi nú áfram að gefa vinnu sína við þetta að mestu.  Hingað til höfum við reyndar verið þeirrar gæfu ánjótandi að fá styrki í formi ókeypis aðstöðu fyrir ráðstefnur og fyrirlestra þá sem við höfum haldið ásamt gefins efni sem þurft hefur í slíkt.  Einnig höfum við fengið styrki í formi auglýsinga og fleira.  Slíkir styrkir eru svo sannarlega mikils virði og þökkum við þá af alhug Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Aldrei einfalt að verðleggja sjálfan sig! Ég mundi hafa samband viið einhvern sem er vanur að halda fyrirlestra og athuga hvað hann verðleggur sig á.

Mér dettur í hug Jóna Ingibjörg og kannski ert þú með einhvern á þínum bloggvinalista sem heldur fyrirlestra.

Hrönn Sigurðardóttir, 9.2.2008 kl. 17:57

2 Smámynd: www.zordis.com

Hrönn hefur mælt fyrir okkur báðar greinilega !!!  Vona að þú finnir gott og sanngjarnt verð og gangi þér allt í haginn  

www.zordis.com, 9.2.2008 kl. 19:10

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Samtökin styrkur úr hlekkjum til frelsis er það nauðsynleg að það ætti ekki að vera vandamál að fá aðstoð að verðleggja...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.2.2008 kl. 21:23

4 Smámynd: Fjóla Æ.

Ég er sammála þeim sem hafa á undan ritað. Þú þarft að ræða við einhvern sem selur sig til fyrirlestrahalds og verðleggja þig samkvæmt því. Einnig er kannski ágætt að spyrja verkkaupanda hvað hann er tilbúinn að borga en það er samt auðvitað tvíbent, því auðvitað vill kaupandinn borga sem minnst fyrir sem mest.

Gangi þér bara mjög vel og vona að ég geti einhvern tímann komið á fyrirlestur hjá þér. Þú lætur kannski vita hvar þú verður hverju sinni? Vona það.

Fjóla Æ., 9.2.2008 kl. 21:56

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

flott framtak hjá þér.

það er aldrei auðvelt að verðleggja það sem maður gerir, ekki gerir það auðveldara ef þetta er eitthvað sem maður brennur fyrir.

Bless á laugardagskvöldi 

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.2.2008 kl. 22:56

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mundu bara að selja þig ekki ódýrt.  Það er bannað. Verlegðu þetta eins og karlkyns fyrirlesarar myndu gera.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.2.2008 kl. 23:10

7 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

þetta kann ég ekki en vertu bara sanngjörn og ekki fara of neðarlega.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 12.2.2008 kl. 10:01

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 12.2.2008 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband