31.1.2008 | 22:03
Traustur vinur
Ég er svo heppin að eiga nokkra yndislega trausta og góða vini sem ég hef átt í mörg ár. Suma hitti ég oft en aðra sjaldnar en sammerkt er það að við vitum að við stöndum með hvort öðru í blíðu og stríðu og þrátt fyrir að við hittumst allavega á tímabilum ekki of oft þá er vinskapurinn traustur.
Eina mjög góða vinkonu átti ég fyrir tja um 20 árum eða svo. Hún var mjög góður og traustur vinur. Þegar ég og minn x vorum að byrja saman var hún fljót að sjá í gegn um hann og langt í frá sátt við að horfa á eftir vinkonu sinni í þetta samaband. Hún lét skoðun sína glögglega í ljós við hann og reyndi einnig að tala við mig. Því miður brást ég við eins og svo algengt er í slíkum tilfellum - ég neitaði að hlusta og hvað þá að taka mark á því sem hún sagði. Man svo vel eitt skipti sem við höfðum nokkur farið að skemmta okkur í Hollywodd hér forðum daga (ætti kannski ekki að segja hvar því þá sést enn frekar hve ehemmm ung ég er ). Eitthvað var hegðun míns fyrrverandi þannig að henni ofbauð algjörlega og tók mig á eintal. Ég hlustaði ekki og var í algjörri afneitun. Eftir þetta urðu okkar samskipti æ minni og lauk síðan þegar ég flutti erlendis stuttu síðar.
Oft hefur mér verið hugsað til þessarar vinkonu minnar í gegn um árin og áður en sambandi mínu og míns x lauk hugsaði ég oft um þetta samtal okkar vinkvennanna og óskaði þess að ég hefði nú hlustað á hana. Skammaðist mín líka fyrir að hafa ekki tekið mark á henni þarna - hún var jú einmitt greinilega að standa sig sem traustur vinur og sagði eins og var, að ég væri að sigla inn í samband sem ekki væri mér til góðs. Skammaðist mín líka fyrir að hafa ekki strax séð það sem hún sá - að hann var ekki að koma fram við mig með virðingu.
Eftir að ég síðan flutti heim þá skilin hugsaði ég oft til þessarar vinkonu minnar en hafði ekki hugrekki til að hafa samband við hana.
Eftir að ég kom fram með söguna mína opinberlega var þessi vinkona mín ein af þeim fyrstu sem hafði samband við mig. Vildi svo gjarna endurnýja vinskapinn og virkilega sýndi mér að hún væri traustur vinur. En við hittumst aðeins 1 sinni og síðan ekki meir og eru ástæður þess einkum tvær.
Í fyrsta lagi aftraði þessi skömm mér að vera í sambandi við hana. Vissulega var ég farin að læra að ég þurfti ekki að skammast mín fyrir að hafa upplifað ofbeldissamband (þrátt fyrir að í mörg ár hafa einmitt gert það) - þarna var ég jú búin að læra og viðurkenna hvar skömmin vegna þess lá - hjá honum. En ennþá var ég að kljást við skömmina yfir að hafa ekki hlustað á þegar hún varaði mig við forðum daga. Skammast mín reyndar fyrir það í dag - þetta er tilfinning sem ég veit að ég þarf alls ekki að hafa því viðbrögð mín eru svo venjuleg og eðlileg í þessum kringumstæðum - en ég barasta ræð ekki við þessa skömmustutilfinningu.
Í öðru lagi vantreysti ég enn á þeim tíma öllum svo að ég hálf einangraði mig. Þetta vantraust gerði að ég teysti ekki alveg þessari gömlu vináttu. Vantraustið var reyndar mikið til vegna þess að sjálstraust mitt var enn mjög brotið og ég í raun vantreysti sjálfri mér. Síðan þá hefur traust mitt á sjálfri mér og öðrum tekið stórum framförum og í dag treysti ég aftur.
Oft hef ég hugsað til vinkonnunnar og ákvað svo í dag að setjast niður og skrifa henni bréf - ákvað að hafa það bréf þar sem mér finnst yfirleitt betra að tjá mig skriflega. Skrifaði henni um einmitt ástæður þess að ég ekki hafði samband við hana aftur og að ég svo gjarna vildi byggja upp gamla vináttu aftur ef hún gæti fyrirgefið mér og gefið þessum vinskap enn eitt tækifærið.
Ég var varla búin að senda bréfið þegar síminn hringdi og var það þessi gamla vinkona mín Yndislega trausta vinkonan sem sagðist vera svo glöð að heyra frá mér og að hún hefði nú fylgst með mér síðustu ár því hún hefði fundið bloggið mitt. Mikið þótti mér vænt um þetta símtal og mikið er ég þakklát fyrir að eiga svona trausta vináttu og vinkonu Það verður öruggt að hér eftir verðum við í sambandi og vonandi náum við að þróa enn betri og traustari vinskap en áður.
Ég hvet þig lesandi góður til að taka upp símtólið, pennan eða tölvuna og hafa nú samband við gamla vini sem þið hafið kannski misst af einhverra hluta vegna í gegn um áranna rás. Hver veit nema þið komist að því að þið eigið fleiri trausta og góða vini en þið gerið ykkur grein fyrir
Ég eindurheimti allavega eina slíka vinkonu í dag og hjarta mitt er fullt þakklætis vegna þess
Athugasemdir
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.1.2008 kl. 22:16
Yndislegt Það er fátt betra en góð vinkona, nema ef vera skyldi góð systir!
Hrönn Sigurðardóttir, 31.1.2008 kl. 22:17
Góð vinkona er gulli betri og þú ert vissulega lánsöm að eiga þessa vinkonu að!
www.zordis.com, 31.1.2008 kl. 22:29
Ég er svo glöð fyrir þína hönd
Ég hef svipaða sögu að segja, besta vinkona mín gat ekki horft upp á mig í sambandi með mínum fyrrverandi. En núna erum við aftur bestu vinir, það er alveg sama hversu oft eða sjaldan við heyrumst við vitum alltaf að við höfum hvor aðra að.
Sporðdrekinn, 31.1.2008 kl. 23:25
Ég samgleðst þér innilega, alltaf gott að hitta góða vinkonu á ný. Gangi þér allt í haginn elskan mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 31.1.2008 kl. 23:33
Vá Dísa mín ég fæ bara tár í augun að lesa þetta..ég veit hvaða konu þú hefur að geyma og hún er góð og það var svakalega gaman að hitta ykkur hjón fyrir tæpum 2 árum og auðvita bestu fréttir sem hægt var að fá frá ykkur.
Takk fyrir þessa fæslu og eigðu góðan dag elsku frænka og knús á ykkur öll.
Heiður frænka.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 1.2.2008 kl. 08:23
Traustur vinur getur gert, kraftaverk
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.2.2008 kl. 16:19
Þessi færsla er óskaplega falleg og lærdómsrík. Það er um að gera að rækta fólkið sitt eins vel og hægt er, maður veit ekki hversu lengi maður hefur þau hjá sér heldur.
Ragnheiður , 1.2.2008 kl. 21:14
Flott færsla og hjartanlega til hamingju en mundu:Þetta heitir á vissan hátt að vinna sjálfan sig og það gerðir þú í dag.
Magnús Paul Korntop, 2.2.2008 kl. 02:33
Sunna Dóra Möller, 2.2.2008 kl. 14:03
Þetta eru mjög falleg og einlæg skrif hjá þér kæra frænka. Gott að þið vinkonurnar hafið fundið hvor aðra aftur og gangi ykkur vel að rækta sambandið :-)
Bestu kveðjur frá Árósum, Eydís
Eydís Hauksdóttir, 2.2.2008 kl. 16:28
Heil og sæl mín kæra
þú ert yndisleg og verður alltaf
Anna M (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 18:39
Yndislegt
SigrúnSveitó, 3.2.2008 kl. 19:07
Takk elskurnar fyrir yndisleg orð í minn garð
Hér er tölvan mín í viðgerð svo lítið verður um blogg eitthvað fram eftir vikunni að minnsta kosti - þið verðið bara að dunda ykkur við að lesa færsluna aftur og aftur og kommenta meira
Orkan ekki meiri en í smá komment hjá mér en ekki heilt blogg. Eigið góðar stundir
Dísa Dóra, 3.2.2008 kl. 20:18
Góðir vinir eru svo sannarlega ekki sjálfgefnir. Frábær færsla!
Hugarfluga, 3.2.2008 kl. 23:11
Vinátta er dýrmæt og finnst ekki á hverju strái.
Kristín Snorradóttir, 3.2.2008 kl. 23:32
kvitt kvitt og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.2.2008 kl. 16:08
ég var einmitt að endurnýja kynni við gamla æskuvinkonu og við ætlum að hittast + 2 aðrar og fara í bústað , drekka rauðvín og rifja upp það verður fjööööör
Gunna-Polly, 10.2.2008 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.