. - Hausmynd

.

Ég um mig frá mér til mín :)

Þar sem að bloggandinn minn virðist hafa yfirgefið mig í augnablikinu ákvað ég að gerast svo kræf að stelast til að herma eftir Ásdísi og koma með nokkrar staðhæfingar um mig Wink (Ásdís ég vona að þú verðir ekki fúl út í mig Halo).

mér finnst: yndislegt að eiga góða fjölskyldu og bestu stundirnar á ég með henni.
ég get: verið þreytt á hrokafullu fólki

ég elska:
manninn minn, dóttur mína og fjölskylduna mína
ég er að hlusta á: Létt Bylgjuna

ég ætla: 
að láta mér batna en er heima frekar pirruð með magapest og hausverk.
ég ætla ekki: að gefast upp á að fjalla um ofbeldismálin sama hvað þið segið Whistling
ég veit:  mjög mikið um margt en ekkert um annað
ég reyni: að vera skipulögð og samkvæm sjálfri mér
ég vil: halda áfram að vera hamingjusöm

ég nota:
gleraugu við að horfa á sjónvarp
mig dreymir: um heim án ofbeldis

ég treysti: manninum mínum, dóttur minni og foreldrum mínum
ég lít upp til: pabba, mömmu, mannsins míns og fólks sem hefur tekist á við ótta sinn og sigrast á erfiðum hindrunum ásamt því að nýta reynslu sína öðrum til fróðleiks og hvatningar.

ég þoli ekki:
óheiðarleika, hroka, yfirgang og ofbeldi.
ég þori ekki:
að fara í fallhlífarstökk og teygjustökk.  Ég get líka sagt eins og Ásdís að ég þori ekki að ljúga því lygarnar koma bara í bakið á manni. Ég reyndar hét því fyrir mögum árum að ljúga aldrei aftur.
ég brosi: oft oft á dag

ég bý:
 í fjórbýlishúsi
ég vaki
: yfirleitt ekki mikið lengur en til 22 á kvöldin Wink
ég sakna: ömmu minnar
ég heyri: það fallega í heiminum og reyni að loka augunum fyrir slúðri

ég gæti: borðað grillaðan humar oft í viku 

í dag: er það dóttir mín sem sér til að brosin koma hjá mér þegar hún brosir til mín InLove

 .......ég get ...allt sem ég ætla mér

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta er sniðugt... ég er að hugsa um að stela þessu líka.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.1.2008 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband