. - Hausmynd

.

Snjór bernskunnar

Hér hefur snjóað og snjóað í dag og man ég ekki eftir svo miklum snjó hér á bæ (en ég man reyndar ekki fyrir horn svo það er kannski ekki skrítið Wink).  Þetta er svona dagur sem maður á bara að vera innivið með góða bók og helst heitt kakó. 

Fór að hugsa um það í dag þegar ég horfði út um gluggann og gat einungis séð fyrir mér ófærð og leiðindi að það væri af sem áður var.  Fór að hugsa um snjó bernskunnar.  Horfði út um gluggann í dag og sá snjó hrúgast upp í háum sköflum, snjóaði í gríð og erg og éljaði inn á milli.  Mundi eftir því að sem barn var þetta algjört uppáhaldsveður og mamma þurfti að hafa mikið fyrir því að ná okkur krökkunum inn til að fóðra okkur.  Stundum tókst það meira að segja ekki og í staðinn fengum við heitt kakó á brúsa og samlokur til að halda okkar eigin veislu í snjóhúsinu flotta sem búið var að byggja í það skiptið.  Snjórinn var aldrei skemmtilegri en einmitt í svona stórum sköflum eins og hafa myndast hér í dag og smá él inn á milli.  Var svo gaman að búa til snjóhús og sitja svo þar með kakó og horfa á élin.  Eða bara vera úti og hamast í snjónum og búa til snjókalla eða annað. 

Ég var mjög heppin tel ég að fá að alast upp í sveit og það veitti okkur krökkunum einnig þann munað að hafa snjóinn okkar óhreyfðan af snjómoksturstækjum og slíku.  Því fengum við oft heilu breyðurnar og skaflana til að leika okkur í dag eftir dag án þess að þeir yrðu svartir af tjörumengum og fleiru.  

Við þessar hugsanir mínar fann ég að viðhorfið gagnvart snjónum í dag breyttist og ég gat ekki annað en bara brosað og lá við að ég stykki bara út að ærslast eins og barn.  Ef ekki hefði verið fyrir lítið kvefað stelpuskott hefði ég nú bara skellt mér út í næsta skafl.  Vona bara að það verði lygnara á morgun svo við stelpuskottin getum farið út í snjóinn í smá stund.  Þannig að ef að þið sjáið tröll vera að veiða lítið stelpuskott upp úr skafli hér austan heiða þá er aldrei að vita nema það séu við mæðgur á ferð Smile

Hér eru myndir af snjósköflunum sem sjást út um stofugluggann (og já ég veit að jólin eru búin Tounge)

Svona var þetta í morgun og svo snjóaði og snjóaði

mynd_bKgFnm
 

mynd_tA3a1G

 Og þegar fór að dimma var ástandið orðið svona (gleymdi að taka mynd í hina áttina líka)

mynd_hdx2nA

 

Hvet ykkur lesendur góðir til að í stað þess að blóta snjónum og ófærðinni hugsið um snjó bernskunnar í staðinn og þá er ég viss um að brosið læðist fram Joyful

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 
 







Ásdís Sigurðardóttir, 15.1.2008 kl. 23:10

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er lokksins komin í jólafíling...

Ef það kemur snjór hér í smálöndum... þá fer ég út undireins. Heit kakó og franskbrauð með osti eða eggjum,

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.1.2008 kl. 23:12

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

flottar myndir,það er ekkert eins kósý og vera inni þegar svona veðrar með heitt súkkulaði og kertaljósbara gottkv.linda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.1.2008 kl. 23:32

4 Smámynd: Ragnheiður

Flottar myndir. Snjórinn er fallegur.

Ragnheiður , 16.1.2008 kl. 00:33

5 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Komin snjór hjá ykkur alveg eins og hjá mér frábært vonandi kemst litla frænka út í snjóinn...heitt kakó og samloka það var ekki svoleiðins hjá mér en við fórum yfir á (eins og það var kallað á Patró)grófum okkur snjóhús í stóran snjóskafl vorum jafnvel 20 karkkar með 10 snjóhús svona lítið snjóhusa samfélag og svo var skroppið heim þegar hungrið gerði harkalega vart við sig og mamma gaf okkur heitt kakó og eitthvað gott með....góðar minningar...kveðja til þín frænka mín og ykkar allra.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 16.1.2008 kl. 08:09

6 Smámynd: Einar Indriðason

Þessar myndir, sérstaklega þessi síðasta, með yfir-snjóaða jólaseríu... myndu sæma sér vel sem jólakort!

Geymdu þessar myndir, og notaðu sem jólakort um næstu jól.

Einar Indriðason, 16.1.2008 kl. 09:00

7 Smámynd: www.zordis.com

Sonur minn færi yfirum af gleði ef hann fengi færi á að leika sér í snjó!  Þessi elska er svo mikill íslendingur ....

Fallegar myndirnar þínar og í fyrstu hélt ég að þetta væri úr Norðurbyggð í Þorlákshöfn en það er sennilega ekki rétt.

Snjóenglakveðjur

www.zordis.com, 16.1.2008 kl. 13:52

8 Smámynd: Sporðdrekinn

Já takk, það má senda mér svona snjó í garðinn minn, það er svo gaman í svona snjó

Sporðdrekinn, 16.1.2008 kl. 16:44

9 Smámynd: Hugarfluga

Það er nú einmitt málið. Maður kveikir bara á "góðuminningatakkanum" og fírar sig upp í jákvæðni gagnvart aðstæðunum.  Flott færsla.

Hugarfluga, 16.1.2008 kl. 18:23

10 identicon

Þetta er svona hjá mér líka. Ekkert smá jólalegt og fínt

Bryndís R (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 18:50

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég væri til í bara pínulítið af honum... snjónum, hérna er 7 stiga hiti, og knúpar komnir á runnana í garðinum mínum.

BlessYou

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 21:04

12 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Ég er afskaplega ánægð með snjóinn.  Það birtir svo yfir núna í skammdeginu. Þetta má alveg halda svona áfram mín vegna!

Þórdís Guðmundsdóttir, 18.1.2008 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband