. - Hausmynd

.

Styrkjum Björgunarsveitirnar

Ef þið ætlið ykkur að kaupa flugelda þá vona ég að þið kaupið þá af Björgunarsveitunum en ekki einkaaðilum.  Hún Jóna skrifar mjög góða færslu um þetta og er ég alveg 100% sammála henni og bendi ykkur á þessa færslu.  Svo er að hafa það í huga að fara varlega með þennan varning svo engin slyls verði vegna þeirra.  Sem betur fer eykst með ári hverju notkun hlífðargleraugna og viðeigandi hanska og eldspýtna en betur má ef duga skal.  Stefnum að því að um þessi áramót verði engin slys vegna notkunar flugelda.

Annars voru jólin bara yndisleg á þessum bæ og eins og lög gera ráð fyrir þá var sofið (ekki of mikið reyndar þar sem skottið sér til þess að reka foreldrana á fætur), etið (allt of mikið jú jú) og tímans notið með fjölskyldu og vinum.  Nú er ég hins vegar komin til vinnu og hversdagsleikinn svona um það bil að taka við.  En það er nú bara fínt líka Smile

Takk allir fyrir hlýjar kveðjur og ég vona að rest jólanna verði ykkur góð, áramótin sömuleiðis og nýtt ár beri ykkur gæfu og gott gengi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Sammála þér, vonandi styðja sem flestir björgunarsveitirnar.

Hafðu það sem best um áramótin

Huld S. Ringsted, 29.12.2007 kl. 11:07

2 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Kaupi alltaf af björgunarsveitunum, finnst það ekki spurning. Hvet alla til að gera það við vitum aldrei hvort kemur að því að við eða okkar nánustu þurfum á þeirra góða starfi að halda.

Kristín Snorradóttir, 29.12.2007 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband