16.12.2007 | 16:32
Ekki séns að vera morgunfúl.....
þegar maður vaknar eins og ég vaknaði í morgun. Hafði reyndar vaknað oft í nótt þar sem litla skottið var frekar óróleg og fékk að lokum að koma upp í til foreldranna. Þar brölti hún um og reyndi mikið að finna sér góða stellingu sem fæli einnig í sér að geta borað nebbanum í mömmu sína og helst tásunum í pabba sinn. Yndislegt alveg þrátt fyrir að foreldrarnir séu nú oft ekki á móti því að fá aðeins meiri svefn Svo vaknaði hún á sínum tíma í morgun sem er í síðasta lagi kl 7 og þá var minn elskulegi ektamaki svo yndislegur að hann frór framm og leyfði mér að sofa aðeins lengur þar sem ég átti að mæta í vinnu um hádegi. Vaknaði svo rétt um kl 9 við þennan rosa hlátur frammi. Litla skottið eitthvað að púkast í pabba sínum og ekki þótti mömmunni neitt leitt að vakna við slíkan hlátur - ekki hægt að vera morgunfúl þegar maður heyrir svona hljóð
Eftir hádegi hef ég svo verið að vinna og er það bara gaman og sérstaklega þar sem ég er svo heppin að vinna á stað sem er bara yndislegur og frábær mórall á. Ég elska vinnuna mína.
Svo fara jólin alveg að detta inn og hér á bæ er allt orðið klárt til að taka á móti þeim - svona aðeins fyrir utan nokkur smáatriði eins og jólatré og jólamat og slíkt Hefði að vísu alveg þegið hvít jól þar sem ansi mörg ár eru síðan slíkt var upplifað - en jólin eru í hjarta manns en ekki umgjörðinni og hjarta mitt er að upplifa yndislegan jólaanda í ár.
Eigið góðar stundir
Athugasemdir
Krúttið............
Það er ekki hægt annað en hlæja með
Hrönn Sigurðardóttir, 16.12.2007 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.