12.12.2007 | 19:20
Rétt valið :)
Já mikið innilega er ég sátt við val Nýs Lífs þetta árið - hún Freyja á þennan titil svo sannarlega skilið og í mínum huga er hún algjör HETJA. Ég hef í nokkurn tíma fylgst með þessari hugrökku ungu konu og heillaðist af elju hennar og lífsviðhorfum strax og ég heyrði í henni í fyrsta skipti á málþyngi sem Sjónarhóll hélt fyrir nokkrum árum. Síðan þá hef ég fylgst með henni og virðing mín gagnvart Freyju vex með hverjum deginum. Það væri góður heimur ef allir hefðu þann baráttuanda og jákvæða lífsviðhorf sem hún hefur til að bera.
Innilega til hamingju með þetta Freyja
![]() |
Freyja er kona ársins hjá Nýju lífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já Freyja er ótrúlega dugleg og hugrökk kona.Hún á þessa viðurkenningu svo sannarlega skilið
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 02:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.