Í dag eru 25 ár síðan fyrsta konan dvaldist hjá Kvennaathvarfinu og síðan hafa dvalist þar tæplega 3000 konur og enn fleiri hafa sótt viðtöl. Kvennaathvarfið hefur reynst vera nauðsynlegt athvarf í þjóðfélagi okkar því miður. Því megum við þakka fyrir að slíkt athvarf sé til hérlendis. Þörfin er mikil og í raun þyrftu fleiri kvennaathvörf að vera til úti á landsbyggðinni þar sem að þeim sem þar búa reynist oft erfitt að sækja þá þjónustu sem Kvennaathvarfið hefur upp á að bjóða.
Ég óska Kvennaathvarfskonum til hamingju með daginn og hvet alla til að fagna þessum tímamótum með þeim í dag. Set hér inn upplýsingar um hvað gert verður og eru þær teknar af vef kvennaaathvarfsins.
Kvennaathvarfið 25 ára
Fimmtudaginn 6. desember eru liðin 25 ár frá því að Kvennaathvarfið opnaði. Í tilefni af því bjóðum við til sigurhátíðar Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og verður dagskráin tileinkuð konunum sem brotist hafa út úr ofbeldissamböndum. Reynt verður að varpa ljósi á lífið í athvarfinu með minningarbrotum starfskvenna og dvalarkvenna í gegn um tíðina auk þess sem sýnt verður brot úr kynningarmyndbandi um Kvennaathvarfið sem verið er að vinna. Einnig verður boðið upp á ávörp og tónlist, kaffi og konfekt. Að auki verður í salnum ljósmyndasýningin Kraftakonur en hún samanstendur af 2887 myndum af konum, jafnmörgum og kraftakonurnar eru sem dvalið hafa í Kvennaathvarfinu frá upphafi. Með myndunum fylgja kveðjur kvennanna á myndunum til kraftakvennanna sem brotist hafa úr fjötrum ofbeldisins. Hátíðin byrjar klukkan 17 og er öllum opin.
Athugasemdir
Hæ, elsku Skvísan mín, ég var að lesa færsluna sem þú skrifaðir 1.des ( lífið er yndislegt) og ég fékk tár í augun.. mikið er yndislegt að lesa hvað þið hafið það gott og eru hamingjusöm. Einnig hvað litla Skvísan ykkar er heppin að eiga svona ástkæra og góða foreldra. Það er ekki oft sem maður les svona fallegar færslur, maður er ekki nógu duglegur að skrifa um hvað maður er hamingjusamur...
Ég vildi að ég gæti heimsótt ykkur fljótlega en því miður verður það ekki fyrr en í fyrsta lagi í sumar.
Hafið það gott elsku vinir...
Erna Sif (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.