1.12.2007 | 19:27
Lífið er yndislegt
hjá mér í dag (þá meina ég alla daga núorðið)
Gæti ekki verið meiri munur á lífinu mínu núna og fyrir rúmum tug.
Í dag á ég yndislegan mann og yndislega litla 10 mánaða skottu. Síðasta vika hefur til dæmis verið hreint út sagt yndisleg. Farið í að sauma eldhúsgardínur - sem litla skottið var mjög áhugasöm um og þurfti mikið að skoða efnið hjá mömmu, toga í þetta og prófa að smakka líka. Einnig voru hér bakaðar sörur og fannst skottunni það einnig mjög spennandi. Ekki leiðinlegt heldur að pakka sörunum í poka þegar lítið skott fylgist með og finnst þetta svo skemmtilegt að hún hreinlega kiknar af hlátri - mamman var líka í vanda með að klára þetta verk þar sem ekki var annað en hægt að hlæja með skottunni Ekki var heldur verra þegar maðurinn í lífi okkar kom heim og knúsaði okkur og kyssti og var mjög sæll með baksturinn okkar.
Dagurinn í dag hefur svo farið í að koma upp smá jólum og ljósum hér - skottan mjög áhugasöm og finnst þessi ljós frábær og jólasveinarnir sem byrtast upp úr kössum bara frábærir. Hægt að blaðra mikið við þá og hlæja að þeim. Maður heimilisins er duglegur að bora og skrúfa og hjálpa til á milli þess að hann leikur við skottuna og sér um hana til skiptis við mig. Svo skuppum við í smá heimsókn til foreldra minna svona til að spjalla smá og fleira. Svona á lífið bara að vera og ég hreint út sagt ELSKA það.
Fyrst og fremst fer nú samt mesti tíminn í að velta sér um gólfin með skottu og hugsa um hana og mamman er ekki ósátt við slíkt hlutverk - frekar að skottunni finnist mamman nú frekar skrítin þegar hún lætur eins og trúður - en alltaf er hægt að brosa og hlæja
Vona að þið eigið góða daga með ykkar fjölskyldu og gleymið ekki að njóta smáatriðanna í hinu daglega lífi sem eru í raun aðalatriðin
Athugasemdir
fallegt daglegt er er lífið.
ljós til þín og skottu litlu
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.12.2007 kl. 21:23
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.12.2007 kl. 22:48
Það er gott að allt gengur vel, knús til ykkar
Gerða Kristjáns, 5.12.2007 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.