. - Hausmynd

.

Kann fólk ekki orðið að tala og hví er ekki hægt að nefna hlutina réttu nafni?

Það virðist vera svo að sífellt fjölgi þeim sem finnst of erfitt að ræða bara við náungann heldur nota hnefann í staðinn til að koma skilaboðum sínum á framfæri.  Þarf kannski að senda íslendinga á íslenskunámskeið??!!  Það er ótrúlegt hve oft maður les fréttir um svipaðar uppákomur núorðið.  Einhver réðist bara á annan og sló eða annað verra. 

Ég verð nú líka að spurja hvers vegna fréttamaður getur ekki nefnt hlutina réttu nafni?  Hví er ekki hægt að tala um heimilisofbeldi í stað þess að setja slíkt í einhvern sparibúning og tala um deildur sambúðarfólks sem ljúki mað handalögmálum?  Er fréttamaðurinn kannski að reyna að setja teppið yfir að þarna er verið að beita ofbeldi??  Fréttamaður talar fyrr í fréttinni um reykingarmanninn sem sleginn er í rot og tengir það beint við upphafssetninguna sem segir frá líkamsárás.  Hví finnur hann þörf hjá sér að draga heimilisofbeldið aðeins út úr þeirri umfjöllun með greinaskipum og kalla það deilur??  Er þetta kannski ekki líkamsárás í hans huga?  Er ekki um líkamsárás að ræða þegar sambýlismaður/kona eða eiginmaður/kona beitir maka sinn ofbeldi??

Já það eru margar spurningar sem vakna hjá mér við lestur fréttar sem þessarar. 


mbl.is Sleginn í rot fyrir að reykja í dyragætt á krá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja segðu,,,,,,,,,,, bilað lið.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 14:42

2 identicon

Kannski var reykingamaðurinn búinn að reykja frá sér allt vit og skildi ekki fyrr en í "fulla hnefana" var komið!!!!!!
 

kristinn (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 16:00

3 Smámynd: Dísa Dóra

Kristinn - ertu semsagt að segja að það sé allt í lagi að beita ofbeldi í slíku tilfelli og þar af leiðandi að segja að það sé allt í lagi að beita ofbeldi ef "ástæða" er fyrir hendi??

Dísa Dóra, 12.11.2007 kl. 16:23

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mikið er ég sammála þér! Það er eins og fólk sé hrætt við að kalla hlutina rétt nafni. Heimilisofbeldi er heimilisofbeldi og það ber að kalla það því nafni!

Það er aldrei í lagi að beita ofbeldi!!

Sunna Dóra Möller, 12.11.2007 kl. 17:01

5 identicon

Þannig að þið ágætu konur eruð að segja að það geti ekki gerst að hjón eða par lendi í rifrildi sem síðan endar með handalögmálum, án þess að kalla það heimilisofbeldi?  En hvað ef þau eru í fríi í útlöndum og all þetta gerist á hóteli, er það þá hótelofbeldi?  Eða ef þau eru í jeppaferð og eru stödd á Hveravöllum, er það þá hálendisofbeldi?  Þið vitið jafnvel og ég að heimilisofbeldi er oftar en ekki viðvarandi ástand, hvort sem það er líkamlegt eða andlegt, og hvort sem gerandinn er karlkyns eða kvenkyns.  Á blaðamaður að ákveða það að fólk sem býr saman og lendir saman um nótt, um helgi og að öllum líkindum undir áhrifum, búi við heimilisofbeldi bara af því að þetta gerðist heima hjá þeim??  Nú getur vel verið að í einhverju þessara tilvika hafi um heimilsofbeldi verið að ræða, en hvað vitum við um það?  Fréttin segir okkur frá fólki sem býr saman, lenti í rifrildi sem síðan lauk með handalögmálum; eða eins og upphafsmaður bloggsins hérna kallaði réttu nafni, bara á röngum forsendum, að kalla hlutina sínu rétta nafni.

Ekki gera úlfalda úr mýflugu.

Dísa Dóra; ef þú flettir upp á orðinu "pun" í ensk-íslenskri orðabók, þá sérðu hvert hann Kristinn er að fara með sinni færslu... og þá sérðu líka hversu vitlaus viðbrögð þín voru við þeirri færslu!

Illugi (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 18:31

6 Smámynd: Dísa Dóra

Illugi - ef þú skoðar færsluna skilgreiningar ofbeldis hér fyrir neðan þá geturðu lesið hvað felst undir heimilisofbeldi.  Þar er meðal annars talað um líkamlegt ofbeldi.  Það skiptir engu máli þó ofbeldið gerist á hóteli eða hálendi því enn er um heimilisofbeldi að ræða og það held ég þú vitir vel - svona hártoganir um hvar ofbeldið á sér stað er dæmi um að reyna að sópa hlutunum undir teppi og kalla þá öðru nafni en þeir eru.

Það skiptir heldur ekki máli hvort um fyrsta skiptið er að ræða eða ekki - hvort beitt sé ofbeldi í fyrsta skiptið eða 1000 skiptið, undir áhrifum eða ekki - það er samt sem áður um ofbeldi að ræða og þegar ofbeldið er á milli para eða hjóna kallast það heimilisofbeldi.  Því á blaðamaður að nota rétt nafn á hlutina.

Og ég þarf ekki að fletta upp á orði í enskri orðabók þegar ég er að lesa færslu sem er skrifuð á íslensku.  Ég les hana á íslensku og túlka hana á íslensku enda kemur enska hvergi nærri.  Ég skildi vel að Kristinn var að "gera grín" að uppákomunni sem slíkri.  Málið er bara að ég tel að með því að gera grín að þessum hlutum er verið að reyna að hylja þá með einhverjum "sparifötum" til að alvarleiki þeirra komi ekki í ljós.  Upphafsfærslan mín fjallar einmitt um að við eigum að kalla hlutina réttu nafni - ofbeldi og líkamsárás - í stað þess að færa þá í einhvern sparibúning.  Með því að færa þessu mál sífellt í sparibúning og sópa undir teppi þá erum við einungis að viðhalda þeim fordómum og fáfræði í gangi sem fundist hafa í þjóðfélaginu allt of lengi.

Dísa Dóra, 12.11.2007 kl. 20:43

7 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Illugi: ég held líka að ef fólk læsi sér til af einhverri alvöru um heimilisofbeldi þá mundi það fljótlega sjá að það er undantekning frekar en regla að ein báran sé stök þegar um heimilisofbeldi er að ræða. Þess vegna er einfaldlega villandi að tala um "handalögmál" milli sambúðarfólks. Það eru handalögmál ef tveim fyllibyttum niðrí bæ lendir saman.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 12.11.2007 kl. 21:39

8 identicon

Ekki nenni ég að rífast við ykkur, enda hef ég það á tilfinningunni að það er sama hvað við ykkur er sagt, þið vitið alltaf betur.  Hvernig hefðuð þið skrifað fréttina; "Í nokkrum tilfellum var um að ræða heimilisofbeldi"?  Hverju hefði það breytt??  Blaðamaður fær upplýsingar um útköll lögreglunnar í tilkynningu frá lögreglunni, og samkvæmt því skrifar hann um að nokkur útköll hafið verið vegna deilna sambýlisfólks sem hafi lokið með handalögmálum.  Hvernig er það að kalla hlutina ekki sínu rétta nafni?  Þurfið þið kannski að mála skrattann á vegginn í hvert skipti sem þið fáið tækifæri til?  Það mætti halda að þið séuð á því að mannfólkið sé í eðli sínu slæmt. 

Heimilisofbeldi verður ekki stöðvað á bloggsíðum.

Dísa:  Ef þú lest skilgreiningu á orði í ensk-íslenskri orðabók, er hún þá ekki á íslensku?  Er skilgreiningin eitthvað verri fyrir vikið ef hún er úr öðru tungumáli?Það getur vel verið að ég hefði bara getað sagt orðaleikur, en "pun" útskýrir þetta bara enn betur. Og hvernig í ósköpunum færðu það út að Kristinn, og blaðamaður mbl.is, sé að hylja eitthvað með "sparifötum" til að alvarleiki þess komi ekki í ljós??!! Heldurðu að Kristinn geri sér ekki grein fyrir alvarleika málsins bara af því að hann býr til smá orðaleik?  Ég held að það sé frekar eitthvað hjá þér, og fleirum, sem passar ekki saman en hjá þeim.  Ætlar þú kannski að koma í veg fyrir að menn fái einn á snúðinn með því að passa að fólk grínist ekki á netinu?

Jónína:  Það eru sem sagt ekki handalögmál ef hjón slást heima hjá sér?

Ég tek undir það með ykkur að ef hjónum lendir saman heima hjá sér þá sé um heilmilsofbeldi að ræða, en getur það ekki falið í sér einmitt það að deilum lykti með handalögmálum?  Er þá nokkur ástæða að vera að belgja sig eitthvað á bloggsíðunni sinni um orðanotkun, sem úthaldari þessarar síðu virðist leggja að jöfnu siðferðiskennd, samfélagslegri ábyrgð og ég veit ekki hvað og hvað...??

Illugi (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband