. - Hausmynd

.

Kynjafræðirástefna 2007

Mig langar að benda ykkur á áhugaverða ráðstefnu í Háskóla Íslands sem fram fer um næstu helgi (föstudag - laugardag).  Hægt er að lesa allt um þessa ráðstefnu hér: http://www.rikk.hi.is/Apps/WebObjects/HI.woa/wa/dp?id=1022985

Ráðstefnan er öllum opin og er ókeypis aðgangur.

Ég mun örugglega mæta á einhver atriði þessarar ráðstefnu og sérstaklega í eina málstofuna á föstudeginum.  Þar mun Sigrún Sigurðardóttir meðal annars fjalla um rannsókn sína.  Þessi rannsókn finnst mér mjög áhugaverð og niðurstöður hennar eru mjög svipaðar og niðurstöður rannsóknarinnar minnar.  Ég hvet alla til að mæta á þessa ráðstefnu og láta í sér heyra.

Hér má sjá umfjöllun um rannsóknina hennar Sigrúnar

Sigrún Sigurðardóttir:
Kynferðisleg misnotkun og önnur sálræn áföll í æsku og áhrif þeirra á heilsufar og líðan kvenna.
Rannsóknir sýna að börn sem verða fyrir ýmsu ofbeldi eða kynferðislegri misnotkun upplifa mikla vanlíðan, eru með geðræn vandamál, lélega sjálfsmynd og sjálfsvígshugsanir. Á fullorðinsárum koma fram ýmis líkamleg, geðræn og félagsleg vandamál og einstaklingar leita mikið í heilbrigðisþjónustuna.
Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna heilsufar og líðan kvenna sem hafa orðið fyrir sálrænum áföllum í æsku, eins og kynferðislegri misnotkun og öðru ofbeldi. Rannsóknaraðferðin var fyrirbærafræðileg, eigindleg og kennd við Vancouver-skólann. Tekin voru samtals 14 viðtöl við sjö konur á aldrinum 30-65 ára sem höfðu slíka sögu og höfðu leitað sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að sálræn áföll í æsku, eins og kynferðisleg misnotkun og ofbeldi, hafa mjög alvarlegar afleiðingar. Þeim var skipt í sex megin þemu: 1) Upplifun af áfallinu, þar sem konur ýmist lokuðu á sára reynslu, fóru útúr líkamanum eða upplifðu ,,sálarmorð”. 2) Slæm líðan sem barn og unglingur þar sem þær lýsa allar mikilli vanlíðan, voru með geðræn og líkamleg einkenni og voru berskjaldaðar fyrir endurteknu ofbeldi. 3) Líkamleg einkenni sem þær voru þjakaðar af á fullorðinsárum eins og móðurlífsvandamál, útbreiddir verkir, vefjagigt og eru fimm þeirra öryrkjar sökum þess. 4) Geðræn vandamál sem hafa þjakað þær allt lífið með kvíða, þunglyndi, sjálfsvígshugsunum og sjálfsvígstilraunum. 5) Erfiðleikar við tengslamyndun, traust og snertingu, en þeim hefur gengið mjög illa að tengjast maka og börnum og átt erfitt með snertingu og kynlíf. 6) Staðan í dag og horft til framtíðar. Allar konurnar þróuðu með sér einkenni áfallaröskunnar, lifa við mikla vanlíðan í dag, eru oft fullar vonleysis og finnst þær vera að gefast upp á lífinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Hæ skvís, kíktu á mailið þitt ég sendi þér greinina;)

knús klemm

Harpa

Harpa Oddbjörnsdóttir, 8.11.2007 kl. 13:16

2 identicon

Ég las einmitt um rannsóknina hennar Sigrúnar á síðasta þriðjudag. Mjög fróðleg.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 15:36

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

mjög áhugavert !

áfram kona, áfram, sendi þér Ljós

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.11.2007 kl. 19:37

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að setja tengil á heimasíðuna þína. Ef það er eitthvað sem þú villt að ég breyti láttu mig þá vita.

Ef þú villt sjá smelltu þá HÉR!

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.11.2007 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband