5.11.2007 | 11:09
Smá beiðni til ykkar
Mig langar að koma með smá beiðni til ykkar sem lesið þetta blogg mitt. Mig langar að fá ykkur til að skoða síðu samtakanna Styrkur - úr hlekkjum til frelsis (sjá hlekk hér til hliðar þar sem ég kann ekki að setja inn svona slóðir í bloggið eða fara bara beint á www.styrkur.net). Mig langar að fá ykkur til að segja til um hvort ykkur finnst vanta eitthvað þarna inn og ef svo er hvað vantar.
Ekki vera feimin að koma með uppástungur og skoðanir á síðunni. Ég hef verið að breyta henni og reyna að bæta en það má alltaf laga.
Má líka koma fram hvað ykkur finnst gott við síðuna
Athugasemdir
Er nýlega búin að skoða síðuna aftur og hef svo sem ekki séð neitt sem vantar en hef reyndar ekki verið neitt að pæla í því. Er búin að lesa allar frásögurnar og verð að segja að það er mikill kjarkur að losna. Hef séð samsvörun á mínu lífi og sumum af frásögnunum og hefur það því sannfært mig algerlega að ég hafi gert rétt þegar ég sleit mínu fyrra hjónabandi.
Skal reyna að finna tíma í skoða síðuna aftur og þá með gagnrýnum augum og láta þig vita ef ég sé eitthvað sem mér finnst megi betur fara. Annars er þessi síða nauðsynleg og tel að ef hún hjálpar einni konu að losna úr viðjum ofbeldis, þá er hún búin að borga sig. Þú ert hetja.
Fjóla Æ., 5.11.2007 kl. 11:20
Ég kíkti inn á síðuna, vissi ekki að slík síða væri til. Þetta er frábært framtak og á örugglega eftir að hjálpa mörgum í vanda. Þú ert frábær kona með hugsjónir.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 5.11.2007 kl. 12:01
Mér finnst þessi síða vera með frábært innihald og bráðnauðsynleg. Ég er með heimasíðu og mér langar að setja tengil á styrkur.net... er það ok?
Ef ég má dæma útlitið á síðunni, þá er ég ekki alveg sáttur. Ég myndi byggja hana upp aðeins öðruvísi en innihaldið er nauðsynlegt... mér finnst þú vera gera góða hluti og þú ert hetja í mínum huga.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.11.2007 kl. 19:52
Fjóla það væri frábært ef þú gæfir þér tíma til að fara gagnrýnum augum yfir síðuna
Gunnar það er velkomið að setja tengil á síðuna. Endilega segðu mér hvað það er við útlitið sem þér finnst meiga bæta. Verður samt að vera sæmilega ljóskuhelt að breyta þar sem að ég kann í raun ekkert á heimasíðugerð heldur notast einungis við ljóskuhelt forrit
Takk öll fyrir hlý orð í minn garð
Dísa Dóra, 5.11.2007 kl. 21:06
Þú átt alla mína aðdáun. Ég vona að þér sé sama að ég setti inn færslu og linkaði á þig.
Jóna Á. Gísladóttir, 6.11.2007 kl. 12:45
Jóna mín það er velkomið. Um að gera að vekja umræðuna um ofbeldismálin
Og aðdáuinin er gagnkvæm - takk samt
Dísa Dóra, 6.11.2007 kl. 13:05
Þetta er fyrsta skipti sem ég kem á síðu þína mér finnst þú frábær og umræðan um ofbeldismál þetta á eftir að hjálpa mörgum ég vil bara þakka þér fyrir. Kær kveðja.
Kristín Katla Árnadóttir, 6.11.2007 kl. 14:51
Ég var að skoða þetta í fyrsta skipti og vildi kvitta fyrir mig og segja þér að þú ert hetja og þessi síða styrkur.net er svo þörf. Ég sit bara með tárin í augunum og les þessar reynslusögur. Það er svo mikil grimmd til í heiminum í dag, en svo eru svona hetjur sem að þora að berjast gegn henni þegar hún birtist inni á þeirra eigin heimili. Ég verð svo döpur en samt er svo mikil von í svona baráttu!
Takk fyrir mig!
Sunna Dóra Möller, 6.11.2007 kl. 15:20
Þetta er fín síða og þarft framtak.
Ég rek mig þó á að allir spurningalistar miðast við ofbeldi af hendi maka. Ég hef rekist á fjölskyldur sem stjórnað er af harðri hendi "ættföðursins" með andlegu ofbeldi niður 3 ættliði. Stór hluti spurninganna á spurningalistanum eiga ekki við þar sem þær eru um samskipti hjóna. Barnabarn er fljótt að flýja og afgreiða listann: "Þetta passar ekkert".
Það eru til slíkar fjölskyldur þar sem aldar eru upp "þægar og hlýðnar" konur og í startholunum til að taka við hlutverki "ættföðurins" eru synir og tengdasynir.
krossgata, 6.11.2007 kl. 15:34
Takk öll fyrir hlý orð í minn garð.
Krossgata ég þakka þér fyrir þessa ábendingu. Verð að athuga hvort slíkir listar eru til fyrir börn. Góð ábending. Reyndar ættu spurningarlistarnir að hjálpa börnunum til að átta sig betur á hvort um ofbeldi er að ræða af hendi föður eða móður eða afa eða ömmu ef því er að skipta. Þeir spurja um algengt samskiptamunstur hjá þeim sem beita ofbeldi og börn sjá alveg þetta samskiptamunstur þó að ofbeldið fari ekki fram á milli maka.
Dísa Dóra, 6.11.2007 kl. 16:10
Sæl Dísa Dóra, vil bara segja þér að mér finnst þetta frábært framtak hjá flottri konu. Þú átt aðdáun mína og virðingu.
Takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.11.2007 kl. 16:36
Ég á ekki orð yfir því hvað ég er ánægður að þessi síða er til. En eins og ég sagði í athugasemdinni á undan, þá finnst mér að útlitið á síðunni gæti verið aðeins betri. Ég gerði því smá breytingar eftir mínu höfði: hvað finnst þér? Smelltu hér
Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.11.2007 kl. 16:45
Takk sömuleiðis Jenný Anna
Takk elsku Gunnar fyrir að sýna mér bara beint hvað þú ert að meina Ég verð nú að viðurkenna að þetta kemur allavega að sumu leiti betur út - nú verð ég greinilega að fara að leggjast yfir forritið mitt og athuga hvort ég nái að gera ehv svipað
Fæ kannski að pota í þig með ráð og stuðning
Dísa Dóra, 6.11.2007 kl. 17:01
Að sjálfsögðu máttu biðja mig um ráð og stuðning.
Ég styð þennan málstað 100% og er tilbúinn að hjálpa.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.11.2007 kl. 17:10
Þessi síða er hrein snilld og ég get ekki séð að neinu þurfi að breyta.
Haltu áfram þínu góða starfi, þetta skiptir svo miklu máli.
Ragnheiður , 6.11.2007 kl. 18:06
Mér finnst uppsetning síðunnar fín og hún er auðveld í "umgengni". Langar bara að laga eina stafsetningarvitleysu; hafa ey í leyfi, neðst á forsíðu.
Gott framtak hjá þér, sendi kveðju
Sigrún Óskars (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 18:23
Þetta er frábær síða hjá þér og meiriháttar framtak. Ég dáist að þér og því sem þú ert að gera Dísa Dóra. Ég er búin að liggja yfir síðunni í dag og lesa!
Huld S. Ringsted, 6.11.2007 kl. 19:25
Ég hneygi mig fyrir þér og þessu framtaki. Takk, fyrir mína hönd og minna!!
Heiða B. Heiðars, 6.11.2007 kl. 21:18
Sammála hinum, þú ert mögnuð og flott kona elsku Dísa, algjör hetja :) Ég komst ekki í kaffi til þín um síðustu helgi, ég var svo seint á ferðinni, eftir miðnætti. Ég fæ vonandi að eiga heimboðið inni hjá þér.
Áfram Dísa :)
Thelma Ásdísardóttir, 6.11.2007 kl. 22:41
Mér finnst þetta bara gott hjá þér Dísa en það sem hann Gunnar Helgi sýndi er líka mjög flott ég er stolt af þér frænka mín...knús á ykkur öll
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 6.11.2007 kl. 22:53
Takk enn og aftur öll
Thelma mín þú ert ávallt velkomin - þó sennilega hefði ég verið svolítið mygluð ef þú hefðir komið eftir miðnætti
Dísa Dóra, 7.11.2007 kl. 08:07
Mér finnst þetta alveg frábær síða
Það er kannski eitt sem að mér finnst vanta í aðstandenda partinn...og það eru kannski ráð til að reyna að koma einhverjum til umhugsunar að hugsanlega gæti verið eitthvað í gangi. Það er kannski ekki alltaf sem að manneskjan gerir sér grein fyrir andlegu ofbeldi svona til að byrja með og það er alveg svakalega erfitt að reyna að segja henni frá því sem aðstandandi Ég veit ekki hvernig ég á að snúa mér í þessu
En enn og aftur....frábær síða
Hjördís Ásta, 7.11.2007 kl. 08:24
Dísa Dóra ég á ekki við spurningalista fyrir börn, þó vissulega væri frábært ef til væru slíkir listar. Barnabörn fólks eldast og verða fullorðin - svo ég er að meina spurningalista sem miða ekki að samskiptum hjóna heldur miða að því að opna augu aðstandenda/ættingja í fjölskyldum með svona "alræðismynstri". Kannski eru þeir ekki til, en það er þörf á þeim og vonandi verður einhver til að vinna slíka lista.
krossgata, 7.11.2007 kl. 11:05
Hjördís Ásta - takk fyrir þessar ábendingar. Vissulega geta aðstandendur prentað út listana sem eru fyrir þá sem eru eða hafa verið í ofbeldissambandi og fengið viðkomandi til að fylla í þá lista. En jú það er rétt hjá þér að það mætti bæta þeirri ábendingu (og örugglega fleirum) í aðstandenda partinn
Krossgata - ok ég hef aðeins misskilið þig. Takk fyrir að leiðrétta mig og nú leggst ég í rannsóknarvinnu til að sjá hvað ég finn
Dísa Dóra, 7.11.2007 kl. 11:57
Rifjaðist upp fyrir mér þegar ég skoðaði síðuna þína að ég las hana oft fyrir mörgum árum. Einkum gullkornin sem gáfu mér mikið á sínum tíma. Týndi svo slóðinni að síðunni en þökk sé þér hef ég fundið hana aftur. Er stolt af því að eiga þig fyrir bloggvinkonu í dag. Ekki hefði mig órað fyrir því þegar ég las gullkornin mér til sáluhjálpar hér um árið!
Mér finnst mjög táknræn myndin sem prýðir síðuna - konan sem brýst úr hlekkjum til frelsis.
Snertu mig líka orð þín um að hafa útgeislun hugrekkis ekki bugaðrar manneskju. Það þarf kjark til.
Þú átt alla mína aðdáun
Hrönn Sigurðardóttir, 7.11.2007 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.