. - Hausmynd

.

Fjármálin fylgja ekki eftirspurninni

Mér fannst mjög gott og jafnframt mjög slæmt að lesa þessa frétt. 

Slæmt vegna þess að það er ekki gaman að svo mikil fjölgun á tilkynningum til barnarverndar sé að því leiti að það merkir að mjög mörg börn búi við bágar aðstæður.  En jafnframt var gott að lesa fréttina þar sem hún segir einmitt að hluta af þessari fjölgun tilkynninga má rekja til þess að almenningur er farinn að líta á þessa þjónustu sem aðstoðarkerfi og einmitt þjónustu í stað þess að horfa á hana sem slæma refsingu.  Það er gott að almenningur er farinn að átta sig á því að barnarverndarnefnd er ekki Grýla heldur góður stuðningur við börn samfélagsins.

Ég vona einnig að almenningur sé orðin það upplýstur að hann sé farinn að átta sig á að það er ekki einungis siðferðisleg skylda okkar að tilkynna ef grunum leikur á að barn búi við bágar aðstæður heldur er það lagaleg skylda okkar.  Það er nefnilega svo að almenningur er ekki síður bundinn þessari lagalegu skyldu en til dæmis fagfólk en það hefur því miður verið svo að almennt hefur fólk ekki áttað sig á þessu.  Einnig er von mín sú að almenningur átti sig á að það skal hafa í huga að láta barnið njóta vafans í stað hins fullorðna.  Hingað til hefur nefnilega tíðkast sú hugsun að sá fullorðni fær að njóta vafans og fólk hugsar sem svo að það geti ekki tilkynnt nema að vera 150% viss í sinni sök því ef viðkomandi hafi rangt fyrir sér sé það svo slæmt fyrir hin fullorðna.  En ég segi nú bara hvað með barnið??  Er ekki einmitt málið að tilkynna þar sem að líkur eru á að viðkomandi hafi rétt fyrir sér og þar af leiðandi að barn sé vanrækt?  Þannig stöndum við vörð um barnið og hugsum um hag þess.   Ef viðkomandi hefur rétt fyrir sér þá er það aðeins barninu í hag að tilkynna og gripið sé inn í málin sem fyrst.  Nú hafi viðkomandi rangt fyrir sér er bara jákvætt að það komi í ljós að barnið búi við góðar aðstæður.  

Ég vona að yfirvöld fari að átta sig á að það þarf að setja inn mun meiri fjármuni til þessara málefna svo hægt verði að ráða fleira fólk til að sinna þessum auknu tilkynningum.  Tilkynningum á nefnilega (vonandi allavega) eftir að fjölga enn frekar þar sem almenningur er nú upplýstari um starfsemi barnaverndar en áður og einnig um að horfa skal á rétt barnsins í stað þess að horfa á rétt hins fullorðna. 


mbl.is Áhyggjur af auknu álagi á barnaverndaryfirvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Barnaverndarnefnd er eins og nafnið gefur til kynna nefnd til varnar börnum. Sem betur fer er hún ekki sama grílan og áður fyrr. Samt er fólki smá í nöp við hana. Man eftir því þegar ég fór út með strákinn og þurfti að skilja hin börnin eftir þá fengum við barnaverndarnefnd til að vera þeim innan handar ef á þyrfti að halda sem og fósturforeldrunum að fólk gagnrýndi okkur mikið fyrir það. Okkur var endalaust sagt að fyrst við værum komin inn á borð hjá þeim þá myndum við aldrei losna undan þeim. DÖH.

Mikið er ég sammála því að börnin verði að njóta vafans. En því miður eru líka einhver mál  tilkynnt þar sem ástæðan er einungis til að koma fólki í vanda. Gjarnan frá fyrrverandi mökum.

Fjóla Æ., 4.11.2007 kl. 13:44

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég er bara algjörlega sammála, þannig er það nú bara.

njóttu það sem eftir er af sunnudagskvöldinu.

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.11.2007 kl. 20:42

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

maður hefur ofsalega oft heyrt það sem Fjóla nefnir; ef barnaverndarnefnd er einu sinni komin inn á gafl hjá fólki þá losnar það aldrei undan henni aftur.

Ég hef alltaf hneykslast á að fólk láti ekki vita, en svo lenti ég í því sjálf að standa frammi fyrir því að taka ákvörðun og það var sko ekki auðvelt.

Jóna Á. Gísladóttir, 4.11.2007 kl. 23:45

4 Smámynd: Fjóla Æ.

Ég vona Jóna að þú hafir tekið rétta ákvörðun.

Þegar við fengum Barnaverndarnefnd með okkur í lið þá var hugsunin sú að EF til þess kæmi að eitthvað slæmt kæmi fyrir þá væri hægt að grípa inn strax. Þá vorum við að hugsa um ef börnin þyrftu á sálfræðihjálp eða einhverju sambærilegu að halda, skljóstæðingar nefndarinnar hafa nefnilega forgang. Einnig ef fósturforeldrarnir þyrftu einhvern stuðning. Til þess kom þó ekki sem betur fer. En Barnaverndarnefnd hefur aldrei verið inni á gafli hjá okkur hvorki þá né nú.

Síðan þegar fyrrverandi eiginmaður minn kærði okkur vegna vanrækslu á 2 börnum af 3 sem við eigum saman, þá áttum við afar góð samskipti við nefndina og skildum við hana afskaplega reiða út í kærandann. Okkur var allt að því ráðlagt af barnaverndarnefnd að kæra gaurinn vegna ofsókna. Stöndum núna í öðru máli frá honum þó ekki barnaverndarmáli. Er þetta ekki angi af ofbeldi?

Fjóla Æ., 5.11.2007 kl. 00:38

5 Smámynd: Dísa Dóra

Ég dáist af hugrekki þínu Fjóla að hafa frumkvæði að því sjálf að hafa samband við barnarverndarnefnd til að getað aðstoðað börnin eins og kostur væri á ef á þyrfti að halda.  Slíkt sýnir svo sannarlega að börnin eru láti ganga í fyrirrúmi og hugsað fyrst og fremst um hag þeirra.

Vissulega eru einhver mál tilkynnt einungis til að koma öðrum í vanda en ég treysti barnarverndarnefnd fyllilega til að koma auga á ef slíkt er til staðar.

Það getur vissulega verið erfitt að taka ákvörðun um hvort maður á að tilkynna eða ekki en það verður mun auðveldara ef maður hugsar um hagsmuni barnsins fyrst og fremst og það að ef grunur er vaknaður er vissulega einhver grundvöllur fyrir honum og því vert að kanna málið nánar - standa um hagsmuni barnsins

Dísa Dóra, 5.11.2007 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband