. - Hausmynd

.

Óhuggulegt

Já mér finnst óhuggulegt að einhver hafi það í sér að skilja eftir illa slasað dýr.  Ef var ekið á hrossið er þetta bara óafsakanlegt að fara af vettvangi án þess að sjá til þess að hrossið sé aflífað ef það þarf eða komið undir læknishendur.  Ef hrossið féll af bíl er óafsakanlegt kæruleysi að fylgjast ekki betur með en svo að verða ekki var við þetta - allavega að snúa ekki við þegar viðkomandi verður var við þetta.

Æ mér finnst þetta bara óhugguleg frétt og þetta er bara MJÖG ill meðferð á dýri og ill meðferð á dýrum er í mínum huga lítt skárri en ill meðferð á fólki. 


mbl.is Komið að mikið slösuðu hrossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Já þetta er hræðilegt. Ég ólst upp á hrossabúi og kom það fyrir að hrossin færu á veginn og stundum var ekið á þau. Þetta var alltaf hræðilegt sérstaklega þegar fólk stakk af en sem betur fer gerðist það afar sjaldan.

Fjóla Æ., 3.11.2007 kl. 11:32

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Já þetta er frekar ömurlegt að geta gert þetta

Huld S. Ringsted, 3.11.2007 kl. 12:39

3 Smámynd: halkatla

Mjög ömurlegt. Fólk sem fer illa með dýr er til alls víst gagnvart öðru fólki

halkatla, 3.11.2007 kl. 14:48

4 identicon

Blessuð skepnan, lýsandi dæmi um mannvonsku samtímans ! Vonandi; hefnist þeim, sem skildu svona við dýrið.

Mbk. / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband