. - Hausmynd

.

Áhrif ofbeldisins já

Já niðurstöður rannsókna sýna að áhrif ofbeldis á heilsu þess sem það upplifir (þolandans) eru mikil og mun meiri en áður hafði verið haldið og flestir gera sér í hugarlund.  Enda kannski ekki skrítið að áhrifin séu mikil þegar rannsóknir sýna einnig að sá sem er að koma úr ofbeldssambandi og hefur verið beittur ofbeldi þjáist af sömu og svipuðum einkennum og hermaður sem er að koma úr erfiðu stríði.  Já það eru sennilega ekki margir sem gera sér grein fyrir því og dettur varla að bera þetta tvennt saman.

Rannsóknir sýna einnig að þau áhrif sem ofbeldi hefur á heilsuna getað varað í mörg ár og jafnvel áratugi eftir að ofbeldinu linnir og því er svo sannarlega hægt að segja að ofbeldi hafi víðtæk áhrif á heilsu þess sem það upplifir.  En augu fagfólks sem og almennings er þó aðeins nýlega farin að horfa á þessi atriði og enn er langt í land.

Það er jú nú orðið viðurkennt að ofbeldi hafi gífurleg áhrif á andlega heilsu þess sem það upplifir og lýsi það sér þá helst með niðubroti (taugaáfalli - áfallastreituröskun) þunglyndi, kvíða og ótta.  Hins vegar hefur ofbeldi mun víðtækari áhrif á andlega heilsu en það.  

Mig langar samt til að þið lesendur góðir veltið þessum hlutum aðeins meira fyrir ykkur áður en ég kem með nánari niðurstöður.  Hver ætli áhrifin séu til dæmis helst á líkamlega heilsu?   Hve mikill munur getur þú ímyndað þér að rannsóknir sýni, að sé á heilsufari, á milli þeirra sem hafa upplifað ofbeldi og þess sem ekki hefur upplifað slíkt?

Þeir sem veltu þessu fyrir sér eftir síðust færslu komu með margar góðar athugasemdir og þakka ég þeim kærlega fyrir.  En hvernig væri nú að fleir blönduðu sér í umræðuna Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Mér fannst biðin verst (andlega ofbeltið) þ.e. þegar maður var ekki viss um það hvort maður fengi klapp eða kjaftshögg... 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.10.2007 kl. 13:38

2 Smámynd: Dísa Dóra

ó já það er svo sannarlega rétt að biðin var hræðileg.  Þessi sífelldi ótti við hvenær næsta högg kæmi.  Sífelldi ótti þegar maður kom heim til sín um hvað mætti manni - gleði eða öskur og högg.  Og vissulega hefur slík spenna gífurleg áhrif á sál og líkama.

Dísa Dóra, 8.10.2007 kl. 16:11

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Veit í rauninni ekki hversu mikill munur væri á milli þeirra sem upplifað hafa ofbeldi og hinna! Þarna komum við aftur að skilgreiningunni um ofbeldi. Fólk er misjafnt, mis - hvað segir maður - viðkvæmt? Hins vegar ef farið væri eftir skilgreiningunni: "mér misbauð" sem þá væri skilgreint sem ofbeldi, hversu "ofbeldisfullt" sem ofbeldið væri, þá held ég að munurinn væri mikill!! Það hlýtur að hafa stórfelld áhrif á einstakling að lifa í óvinveittu umhverfi. Vita aldrei hverju von er á! Alltaf að vera viðbúin því versta!

Get vel trúað því að áfallastreituröskun eigi við þarna eins og hjá hermönnum enda ekki ólíkt umhverfi.

Enn og aftur athyglisverð umræða hjá þér.

Hrönn Sigurðardóttir, 8.10.2007 kl. 20:56

4 Smámynd: Halla Rut

Þeir sem búa við ofbeldi og þeir sem upplifa stríð lifa báðir við stöðugan ótta og óöryggi þar sem engin örugg höfn er. Svo ekki skal mig undra að einhver líki þessu saman.

Ég held að enginn beri þess nokkur tíman bætur að alast upp við ofbeldi að hálfu foreldra og er ég stundum undrandi á hvernig sumt fólk hefur náð að vinna úr sínum málum og náð að lifa eðlilegu lífi þrátt fyrir erfiða ævi sem börn. Ég tek hatt minn niður fyrir þeim öllum.

Halla Rut , 10.10.2007 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband