. - Hausmynd

.

Tengsl ofbeldis og heilsu

Núna langar mig til að þú lesandi góður komir með þín svör í kommentakerfinu á hvort þú telur að ofbeldi hafi áhrif á heilsu þess sem það upplifir (þolandann)?  Ef svo er hvernig áhrif heldur þú að það hafi helst?

Endilega tjáið ykkur og skiptist á skoðunum um þetta mál Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Takk fyrir hamingjuóskir, ég er nú samt ekki ótrúlegri en hver annar

Jú þú segir að ofbeldið hafi haft áhrif á þína heilsu.  Ég hefði nú samt viljað sjá að þeir sem kíkja hér inn á síðuna segðu sína skoðun á þessu.  Langar að vita álit og þekkingu fólks almennt á þessu efni.  Kem svo seinna með nokkrar staðreyndir um þessi mál en vildi semsagt fyrst fá að heyra álit ykkar á þessu.  Svo endilega skrifið þó ekki sé nema örfá orð um þetta mál

Dísa Dóra, 6.10.2007 kl. 11:03

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Athyglisvert.

Ofbeldi hlýtur að tengjast heilsu þolandans. Það getur ekki verið mögulegt að búa lengi við ofbeldi hvort sem það er líkamlegt eða andlegt - sem er ekki betra ofbeldi - og halda heilsunni.

Þú spyrð hvernig áhrif ég haldi það hafi. Andlegt álag þolandans hlýtur að brjótast út í heilsubresti af einhverjum toga, jafnvel án þess að viðkomandi geri sér grein fyrir því eða tengi það saman.

Hrönn Sigurðardóttir, 6.10.2007 kl. 12:07

3 Smámynd: Dísa Dóra

Já Hrönn það er svo sannarlega rétt hjá þér að andlega ofbeldið er ekki betra en það líkamlega.  Málið er bara að það andelga skilur eftir sig örin á sálinni og því eru ekki margir sem gera sér grein fyrir "skaðsemi" þess.

En hvort haldið þið að ofbeldi hafi meiri áhrif á andlega eða líkamlega heilsu?

Dísa Dóra, 6.10.2007 kl. 18:13

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

jááááááá, þetta er góð spurning.

Líkamlega heilsan kemur líklega til með að jafna sig aftur smám saman. Andlega heilsan hins vegar er lengur að jafna sig. Þar er spurningin um að traust ansi mikilvægleg. Veit allavega með sjálfa mig að þegar grundvöllur trausts er brotinn er ég ansi lengi að hleypa fólki að mér aftur.

Líklega hefur ofbeldi meiri áhrif á andlega heilsu. Vegna þess að skilgreining ofbeldis er svo víð. Það sem mér finnst í lagi er kannski ofbeldi hvað þig varðar og öfugt. Ofbeldi er ekki bara högg og marblettir........... Og fólk er misjafnlega í stakk búið!

Hrönn Sigurðardóttir, 6.10.2007 kl. 20:15

5 Smámynd: Dísa Dóra

Þú kemur inn á góðan punkt þarna Hrönn eða að það sem að mér finnst ofbeldi er ekki vísst að þér finnist vera það og öfugt.  Því er nú svo að það er sagt að ef þér finnst að þú hafir verið beitt ofbeldi þá er það svo.  Þá hafa þín mörk verið brotin og ekki borin virðing gangvart þeim.

En ég er enn að velta fyrir mér þessu með andlega og líkamlega heilsu.  Þú talar um að líklega sé fari andlega heilsan ver og sé lengur að jafna sig.  En ætli sú sé raunin?? 

Dísa Dóra, 7.10.2007 kl. 09:10

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já þetta er líklega eins og með eineltið, sem er náttúrulega ákveðin tegund af andlegu ofbeldi. Ef mér finnst ég lögð í einelti þá hafa mín mörk verið brotin.

En þetta með andlegu og líkamlegu heilsuna þá finnst mér eins og svo sé. Get þó ekki sagt það með neinni fullvissu. Ætli engin könnun hafi verið gerð um þessa hluti?

Sem vekur þá forvitni mína um hvað þér finnist? Telur þú að það séu tengsl? Og eftir hvort ofbeldið telur þú að fólk jafni sig fyrr?

Hrönn Sigurðardóttir, 7.10.2007 kl. 13:26

7 Smámynd: Dísa Dóra

jú það er nefilega málið Hrönn að ég var að gera rannsókn um þessi mál og mun koma með einhverjar niðurstöður úr henni fljótlega.  Vildi bara aðeins fá fólk til að skiptast á skoðunum um þessi mál áður svo þið sjáið hvel þær samræmast veruleikanum

Dísa Dóra, 7.10.2007 kl. 14:36

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

aha

Hrönn Sigurðardóttir, 7.10.2007 kl. 19:21

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

......og hversu vel telur þú mínar skoðanir samræmast raunveruleikanum?

Er ég alveg úti á túni?

Hrönn Sigurðardóttir, 7.10.2007 kl. 19:22

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Býrðu á Selfossi?

Hrönn Sigurðardóttir, 7.10.2007 kl. 19:22

11 Smámynd: Dísa Dóra

Nei þú ert langt í frá úti á túni  

Og já

Dísa Dóra, 7.10.2007 kl. 19:43

12 identicon

Athyglisverð umræða, verð hreinlega að fá að leggja orð í belg. Fyrir mér er andlega heilsa það sem fer í forgangi. Ef andlega heilsan er lélég svo sem sökum ofbeldis eða annarrar misnotkunar þá er líklegt að líkamlega heilsan fylgi í kjölfarið svona eins og eins konar fylgifiskur geðheilsunnar. Hitt er annað mál að líkamlegu einkennin geta varað lengur og erfiðara að ná þeim aftur til baka þegar einu sinni eru komnir upp kvillar þó að andlega heilsan sé á réttri leið og uppbyggingin hafin. Við getum talið okkur trú um að við séum með alla mögulega og ómögulega sjúkdóma og einkennin komið fram mjög sterkt en við greinumst aldrei með sjúkdóminn, heilinn er bara svo magnað fyrirbæri en brothættur sömuleiðis.

Til hamingju með ritgerðarskil, ég bíð spennt eftir niðurstöðum :)

Sesselja (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband