2.10.2007 | 16:31
Viðhorf okkar
Í dag ætla ég aðeins að tala um viðhorf okkar og þau áhrif sem þau hafa á líf okkar. Það er nefnilega mín trú að allt sem við gerum, hugsum og segjum hefur áhrif á hvernig líf okkar er og verður. Það hefur lengi verið vitað og meira að segja vísindalega sannað að jákvæðni dregur að sér jákvæðni og góða hluti. Það er því um að gera að temja sér að hugsa jákvætt.
Ég geri mér einnig fulla grein fyrir að fyrir þann sem er eða hefur nýlega verið í ofbeldissambandi eða upplifað ofbeldi getur átt mjög erfitt með að hugsa jákvætt og upplifa lífið á jákvæðan hátt. En ekki örvænta - það er nefnilega hægt að þjálfa þetta upp með því að vera meðvitaður um þetta á hverjum einasta degi, hverja einustu mínútu. Ef það tekst ekki eins og þú vilt strax skaltu samt passa þig á að fara ekki að skamma sjálfan þig fyrir mistök eða slíkt. Það er nefnilega þannig að mistök eru ekki mistök nema ef þú lærir ekkert af þeim. Ef þú lærir af þeim eru þau reynsla og reynslu er hægt að nýta sér til góðs. Já ALLA reynslu er hægt að nýta sér til góðs ef maður ákveður að maður ætli að nota þessa reynslu til góðs fyrir sjálfan sig í framtíðinni. Svo er líka gott að hugsa sem svo að hver þúsundmílnaferð hefst á einu litlu skrefi. Þó manni virðist skrefin stutt og ferðin óendanleg þá er ferðin samt sem áður hafin!! Og hálfnað verk þá hafði er
Tökum nokkur fleiri dæmi um hvering það að hugsa jákvætt breytir viðhorfi manns og smátt og smátt laðar það að sér fleiri jákvæðar hugsanir og þannig koll af kolli. Til dæmis það að klappa sjálfum sér á öxlina í stað þess að rífa sjálfan sig niður. Ef þú hefur gert eitthvað sem þér finnst ekki hafa tekist sem skyldi er mun vænlegra að klappa sjálfri þér á öxlina og segja sem svo - þú varst samt dugleg sem reyndir og ef þú heldur áfram að reyna og þjálfa þig þá mun þetta takast. Núna veistu allavegana hvernig á ekki að gera þetta svo þetta er dýrmæt reynsla. Ef þú hugsar svona þá verður þú ósjálfrátt mun sáttari við niðurstöðurnar og mun auðveldara verður að reyna aftur. Ef þú hins vegar skammar sjálfan þig og bölvar fyrir þessi mistök og að þú getir þetta aldrei og svo frv. (svona eins og okkur er svo mörgum tamt) þá er hætt við að þú sért reiður og sár út í sjálfan þig og umhverfið og reynir ekki slíktan hlut aftur. Já það skiptir ÖLLU hvernig við komum fram við sjálf okkur. Við getum hugsað þetta sem svo að við eigum að líta á okkur sem okkar bestu vini. Koma fram við okkur eins og þú vilt að vinir þínir komi fram við þig. Einnig gott að spurja okkur hvort að þú vildir að einhver komi svona fram við vini þína eins og viðkomandi kom fram við þig. Ef svarið er nei, þá átt þú ekki heldur skilið svona framkomu.
Annað sem gott er að hafa í huga er eins og áður sagði að horfa ekki á hluti sem takast ekki eins og maður vildi sem mistök. Horfðu á þá sem reynslu og það meira að segja góða reynslu. Ef þú sérð að þú hefðir átt að gera þá öðruvísi þá eru þeir samt ekki mistök því núna veistu allavega hvernig á ekki að gera hlutinn. Þú ert semsagt komin með dýrmæta reynslu og þá reynslu getur þú nýtt þér nú og í framtíðinni
Enn eitt sem er gott að hafa í huga er að segjast aldrei ætla að reyna að gera þetta eða hitt. Með því ertu ósjálfrátt búinn að skapa sjálfri þér afsökun til að þér þurfi nú ekki að takast það sem þú ætlar að reyna að gera. Segðu heldur ég ÆTLA að gera þetta eða hitt. Slepptu orðinu reyna. Þannig ertu að hvetja sjálfan þig til að gera það sem þú vilt og um leið skapa betri grundvöll til að það takist þar sem að þú ætlar jú að gera hlutinn.
Eins er gott að nota GÆSina. Get, Ætla, Skal. þannig ertu einnig búin að skapa góðan grundvöll til að ná takmarki þínu. Svo er líka mjög gott ráð að hafa í huga að hamingja er ekki takmarkið. Hamingjan er leiðin. Maður getur nefnilega verið mjög hamingjusamur ÞRÁTT fyrir að vera ekki búinn með þetta eða hitt, eða þrátt fyrir að hafa ekki þetta eða hitt. Það að ákveða að vera hamingjusamur hér og nú breytir einnig viðhorfi okkar.
Meira um þetta seinna en hér ætla ég að láta fylgja með góða sögu sem við ættum öll að hafa í huga á hverjum degi:
Við teljum okkur trú um að lífið verði betra eftir að við; göngum í hjónaband, eignumst barn og síðan eignumst annað barn. Síðan verðum við ómöguleg yfir að börnin eru enn svo ung og teljum að við verðum miklu ánægðari er þau eldast. Þegar það gerist verðum við pirruð á unglingnum okkar og teljum okkur verða ánægðari þegar þeir vaxa upp úr því aldurskeiði. Við teljum okkur trú um að við munum öðlast meiri lífsfyllingu loksins þegar; maki okkar tekur sig taki, þegar við fáum betri bíl, þegar við komumst í almennilegt frí eða þegar við setjumst í helgan stein. |
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.10.2007 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.