. - Hausmynd

.

Jól

Í mínum huga er þetta hátíð barnanna, fjölskyldunnar, ljóssins og kærleikans.  Þrátt fyrir að ég sé Búddisti eins og þið vitið nú öll þá er ég algjört jólabarn (enda alin upp við jól og í kristinni trú).  Jólin eru bara í mínum huga ekkert sem tengist trú heldur fyrst og fremst tími til að eyða með fjölskyldu og vinum og gleðjast saman yfir lífinu og því sem það hefur upp á að bjóða.  Í mínum huga er það einmitt litlu ljúfu stundirnar yfir jólin sem eru það dýrmæta við jólin.  Þær stundir eru algjörlega mögulegar hvort sem um er að ræða veraldleg gæði eða ekki - þessar stundir er nefnilega ekki hægt að kaupa heldur þurfa að koma frá einlægu hjarta viðkomandi og vilja til að eiga kærleiksríka stund saman.  

Kæru vinir ég vil óska ykkur gleðilegra jóla og vona að hátíðirnar verði ykkur ljúfar. 

Um leið vil ég þakka ykkur skemmtileg samskipti hér í bloggheimum á árinu.

 

Hér á bæ veit ég að við munum eiga ein yndislegustu og dýrmætustu jól sem við höfum átt og er það vegna tveggja stærstu vinninga sem nokkur manneskja getur unnið og eignast Heart

mynd_6c19bbf8

mynd_53027738

 

mynd_ebaf3009


Ég þreytist aldrei

á að dáðst að yndislegu ungunum mínum InLove og auðvitað þarf ég að monta mig smá líka ToungeGrinWhistlingHalo

mynd_eff0a358 Sætastur InLove

mynd_60759b87Alltaf brosandi þessi elska - þarna er svo gaman þegar kubbaturninn hrynur haha 

mynd_fbf665cbAð vinka mömmu sinni inn um eldhúsgluggann - snjórinn var ansi mikill fyrir svona stutta fætur Smile

mynd_c0b9066dSkotta að hjálpa mömmunni að hugga litla kút InLove

 


Þegar börnin koma.....

....þá eru þau nú vön að ná völdum á heimilinu með sínum aðferðum.  Litla skottan var nú fljót að finna út að best væri bara að brosa því þannig bræddi hún foreldrana algjörlega og fengi þá til að snúast í kring um sig Smile 

Litli herran er nú ekki alveg búinn  að finna út endanlega stjórnunaraðferð (vona ég allavega) en þrátt fyrir það þá stjórnar hann nú miklu á heimilinu nú þegar Wink Hans stjórntæki núna er nú reyndar þannig eðlis að öll fjölskyldan vildi gera mikið til að það væri ekki til staðar - sennilega ekki síst litli anginn.  Hann nefnilega er með einhverja magakveisu og margar nætur fara í ólgu og vanlíðan hjá þessari elsku.  Mikið hefur mamman oft óskað þess að hún gæti nú ropað eða rekið við fyrir litla angann sinn svo honum líði betur Cool

Í nótt var svo pabbinn á vaktinni á meðan ég svaf á mínu græna - svaf reyndar með skottuna mér við hlið þar sem hún var eitthvað óróleg vegna hósta.  Þegar við svo komum framm í morgun blasti þessi sjón við okkur - sá litli hafði vísst ekki náð að sofna fyrr en um kl 5 í morgun og þá bara sofnaði pabbinn í sófanum í stað þess að færa þá inn til okkar stelpnanna. 

Núna liggur skottan upp í sófa og horfir á barnatímann á meðan ég fer bloggrúntinn og bíð eftir að sá stutti vakni í morgunsopann sinn en hann hefur sofið síðan kl. 5.  Húsbandið sendum við inn í rúm og þar sefur hann vært Smile

mynd_e6992acb

Síðan er ætlunin að nýta daginn í að baka smá og jafnvel setja upp jólatréð.  Kannski fer samt jólatréð ekki upp fyrr en á morgun.  Gengur líka fyrir að fara út með skottuna og nýta tímann í þessum yndislega jólasnjó.  Semsagt góður dagur framundan hér á bæ.

Eigið góðan dag kæru bloggvinir Heart

 


Frá degi til dags

19.desember

 

Uppörvun – að bjóða uppörvandi orð – er mikilvægt.  Nichiren Daishonin segir, “ Röddin vinnur verk búdda” (Gosho Zenshu, p. 708).

Að gefa einlæga uppörvun hefur kraft til að gefa fólki von og hugrekki til að halda áfram að lifa.

 

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

 

Þetta er svo sannarlega eitthvað sem við ættum ávalt að hafa í huga.  Það þarf oftar en ekki aðeins eina góða uppörvun gefna frá hjartanum til að gefa öðrum svo mikið og jafnvel til að gefa fólki ástæðu til að lifa daginn af.  Það þarf engin stórkostleg kraftaverk heldur einungis eina setningu eða jafnvel eitt faðmlag.  Munum það Heart

 

Eigið góðar stundir kæru bloggvinir Heart

 


Góður dagur í dag

18. desember er dagur sem ávalt hefur verið góður í mínum huga. 

Þann dag fyrir  71 ári gengu afi minn og amma heitin í hjónaband.  Minnist þeirra með mikilli hlýju í hjarta og sem samhentra hjóna.  Elskaði þau bæði og er stolt yfir að ég ber nafn ömmu minnar Heart Svo skemmtilega vill einnig til að ég eignaðist mann sem ber nafn afa míns þannig að núna eru Dísa og Gummi aftur hjón Smile  Amma var það ung þegar þau giftu sig að þau þurftu að fá konungslegt leyfi til þess.  Þetta konungslega bréf með sínum stimplum var mér síðan afhent á brúðkaupsdaginn minn og af öllum öðrum gjöfum ólöstuðum var þetta svo sannarlega besta gjöfin sem ég gat fengið.  Það var heldur ekki laust við að tárin lækju niður vanga minn þegar ég las það.  Í dag er þetta leyfisbréf innrammað í sérstökum ramma hér uppi á vegg Joyful

Þann dag fæddist fyrir 66 árum maður sem ég hef ávalt litið upp til og elskað.  Ákaflega hjartahlýr maður sem þó hefur aldrei viljað trana sér á nokkurn hátt fram eða að honum sé hampað á nokkurn hátt.  Þetta er jú hann faðir minn - besti pabbi í heimi Heart

Þann dag fyrir 3 árum síðan gifti ég mig.  Það kom ekki annar dagur til greina í mínum huga og var ektamaður minn algjörlega sammála mér í því.  Því urðu það aftur Dísa og Gummi sem giftu sig þann 18. desember Smile

 

 


Frá degi til dags

16.desember

 

Ytri ásýnd er ekki mikilvæg – það sem gildir er það sem er í hjörtum okkar.  Eru hjarta til hjarta tengingar?  Sumar fjölskyldur eru kannski alltaf líkamlega saman en eru fjarlægar í hjörtum sínum. Sumar fjölskyldur geta aðeins hist í stutta stund en geta notið kjarngóðra og líflegra, hjarta til hjarta, samskipta þegar þær hittast.  Fjölskyldur sem deila nánum tengslum sem byggjast á því að leggja eitthvað á sig á hverjum degi, eru fjölskyldur þar sem meðlimunum líður vel og eru sátt við hvert annað, það skiptir engu hvar þau eru eða hvað þau eru að gera.

 

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

 

 


Góð aðventa

Hér eru dagarnir ljúfir og góðir.  Þrátt fyrir að ekki sé enn búið að baka neitt, enn eftir að útbúa einhverjar jólagjafir, enn eftir að skrifa á og útbúa jólakort og ýmislegt fleira fyrir jólin þá erum við fjölskyldan bara mjög slök.  Þetta eru atriði sem jú vissulega er ætlunin að gera eitthvað í en enginn nennir samt að stressa sig neitt yfir.  Jólin koma jú alveg þó allt sé ekki tipp topp og við vitum vel að jólin í ár verða bara ljúf hjá litlu fjölskyldunni. 

Helgin var mjög ljúf og góð.  Við renndum í bæinn á laugardaginn og heimsóttum kyrjun sem ávalt er á laugardögum.  Mjög ljúft að komast þangað, kyrja smá og hitta félaga.  Eftir það setti vinkona okkar upp smá stúdíó og tók slatta af myndum að litu ljósunum okkar.  Verður spennandi að sjá hvernig útkoman af því er - sérstaklega þar sem að litla skottið var nú ekkert sérlega spennt fyrir að vera fyrirsæta núna óvenjulegt nokk LoL  

Eftir þetta var svo farið til frænda míns sem er Bowentæknir og hann tók litla kút í smá meðferð til að reyna að laga loftmagann hans.  Það hefur hjálpað honum þó enn komi smá tímabil af slíku - en þau tímabil eru allavega ekki heilu og hálfu næturnar lengur heldur svona 2-3 tímar í mesta lagi.  Kannski við förum bara aftur og prófum hvort það hjálpi enn frekar.

Laugardagskvöldið var ég svo boðin í sextugs afmæli vinkonu en lá gjörsamlega uppgefin í sófanum þar til ég skreið upp í ból snemma það kvöld.  En vinkonan skilur þreytta kerlingu og fyrirgefur mér þetta Wink

Í gæri fórum við svo til foreldra minna þar sem við systkynin hittumst ásamt mökum og börnum.  Meira að segja bróðir minn sem býr í Noregi var á landinu svo núna vorum við öll systkynin samankomin.  Síðan fór allur dagurinn í að baka laufabrauð.  Ég er alin upp við þennan sið og finnst algjörlega nauðsynlegt að koma svona saman fyrir jólin og baka laufabrauð.  Í mínum huga er þetta einn hluti af jólaundirbúningnum og sá hluti sem ég allra síst vil missa af.  Gott að koma saman og baka, spjalla, hlusta á jólamúsík, drekka hvítöl (sem er einn hluti þessarar hefðar okkar) og bara njóta þess almennt að vera saman.  

mynd_8b1b02e2Skottulotta dugleg að skera út sína fyrsku köku Smile

mynd_15653f79

mynd_07f17ba0 Henni þótt reyndar bara óþarfi að steikja þetta líka - bara hægt að borða þetta svona LoL

mynd_0059067cFrænkukskottið fékk auðvitað líka að prófa að skera út Smile

mynd_32b4de5dEinn hluti af afurðinni

mynd_869a335cLitli kútur bara steinsvaf - hann fær sko að prófa á næsta ári Smile

mynd_01147156Feðginin að fá sér smá pásu frá laufabrauðsbakstri Wink

mynd_2a796cb2Á þeim bænum eru allir jólasveinarnir komnir í hús - reyndar ásamt jólakettinum, Grýlu og Leppalúða

Ég endaði svo sunnudaginn á að fara í jólahlaðborð í vinnunni minni og var það bara yndislega æðislega gaman að hitta allt þetta skemmtilega fólk.  Sé það alltaf svo vel hve heppin ég er með vinnustað og vinnufélaga eftir svona hittinga.  Ekki hægt að hugsa sér betri vinnustað.

Í dag er svo ætlunin að byrja aðeins að baka.  Húsfreyjan ætlar að baka eins og eina tegund af formkökum og kannski setja í eina smákökuuppskrift.  Húsfreyjan sagðist stræka á að gera Sörur núna svo að húsbandið ákvað bara að prófa sjálfur og ætlar að gera það í dag.  Verður spennandi að sjá hvernig útkoman verður Cool

 


Talandi um falleg ljóð :)

Ég vakna þennan morgun og vel að hann sé góður
vel að hann sé yndislegur, myrkur og hljóður
ég vel að kúra um stund og staðnæmast við það
hve stórkostlegt sé lífið ef fátt amar að.

Ég ákveð því að velja að vandamálin fá
vistuð séu hjá mér til þess eins að ljá
tilverunni ennþá fleiri tilbrigði og fleti
ég tek þeim opnum örmum svo nýtt mér þau ég geti.

Og eftir litla stund ég vel að fara á fætur
faðma þennan morgun og allar hans rætur
hita mér gott kaffi af kærleik þess ég nýt
kex smyr með osti í blöðin svo ég lít.

Að endingu ég segi við þig sem þetta lest
þetta er góður dagur, hafðu það sem best
ég óska þess að hugsanir fallegar þig finni
ég faðmlag þér sendi og kveð þig að sinni.

(höf: Unnur Sólrún - tekið af heimasíðu hennar)

Hjartaknúsari framtíðarinnar

mynd_b4e52765Sko hvað ég er orðinn duglegur að halda haus Smile

mynd_ff5546b7 Maður er nú bara yndislegastur - og bræði auðvitað mömmu mína gjörsamlega með svona brosi InLoveInLove


Himinlifandi dama

Hér á bæ er skottan algjörlega heilluð af einum manni og hann er hennar IDOL (já með stórum stöfum).  Ef hún heyrir í honum í sjónvarpinu þá kemur hún á harðahlaupum og byrar að syngja og dansa á fullu.  Auðvitað er þetta enginn annar en hann Palli okkar Smile  Ef Byr auglýsingin kemur til dæmis þá er daman komin á harðahlaupum og geislar af gleði. Einnig sat hún algjörlega heilluð og horfði á þegar Palli var hjá Ragnhildi Steinunni um daginn.

Undanfarið höfum við því verið að spá í að kaupa handa henni silfursafnið hans svona líka í staðinn fyrir að jóli komi í skóheimsóknir til hennar sem hún hefur nú bara ekkert vit á ennþá.  Einnig eru foreldrarnir aðdáendur Palla líka Wink Sáum svo óvænt í dag að Palli væri að árita diskinn sinn hér í bæ og ákvað ég því að fara með hana og kaupa diskinn og fá hann áritaðan.  

Það var algjörlega yndislegt að fylgjast með henni - hún var nú ekki alveg að fatta að þetta væri idolið hennar og stóð og starði á þennan mann.  Svo sá maður allt í einu að hún fattaði hverð þetta væri og þá brosti hún mjög sæl fór að dilla sér á fullu.  Svo fékk hún líka knús frá palla og var tekin mynd af þeim saman svona fyrir hana að eiga sem minningu Smile

Núna er hún svo búin að dansa hér á fullu og syngja algjörlega himinsæl með nýja diskinn sinn - yndislegt líf svo sannarlega Grin


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband