24.8.2008 | 10:02
Ég er að springa út stolti
Þrátt fyrir að þeir náðu ekki gullinu þá eru strákarnir búnir að standa sig FRÁBÆRLEGA og silfrið er svo sannarlega ótrúlegur árangur. Strákarnir meiga svo sannarlega vera sáttir eins og við öll.
Til hamingju með þetta!!!
Íslendingar taka við silfrinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
22.8.2008 | 13:35
Er ég gott eða slæmt fordæmi???
Já hvort ætli ég sé þegar litla eins og hálfs árs skottið er meira að segja að tapa sér hér í sófanum?? Hoppar eins og brjálæðingur, klappar og klappar og gargar hástöfum veiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii .
Dí ég held það sé eins gott að ég er ekki að fara í skoðun á eftir hahahaha blóðþrýstingurinn sennilega svolítið hár
Koma svo strákar - ekki missa þetta niður - þið eruð ÆÆÆÆÐÐÐÐÐÐÐÐÐÐÐIIIIIIIIIIII
Viðbót: Það var nú ekki laust við að kerlan táraðist þegar leiknum var lokið með þessum stórkostlega árangri. Svo er bara að arga sig hása á sunnudaginn - og stelpuskottið kann þetta sko alveg orðið svo hún verður sennilega ekkert minna hás en foreldrarnir að leik loknum
Við erum sko stórasta þjóð í heimi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
22.8.2008 | 10:08
Gott málefni og þarft
En vissulega mættu þeir vera meira áberandi fleiri daga á árinu. Þetta er jú átak sem nær yfir alla daga ársins en þarf að minna stöðugt á held ég.
Segjum NEI við nauðgunum allt árið um kring og látum umræðuna vera vakandi allt árið um kring.
Segja nei við nauðgunum á menningarnótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2008 | 11:45
Frábært hjá Barnaheill að koma með slíka ádeilu
Er sko fyllilega sammála því sem þeir setja út á og finnst bara fáránlegt að dómurum finnist afsakanlegt að rassskella börnin því móðir þess hafi ekki verið á móti því. Lögin kveða skýrt á um þessi mál og rassskellingar eru ofbeldi. Enda ef að það á að leifa rassskellingar í einhverjum tilfellum hver á þá að dæma um hvenær er of langt gengið í slíku og hvenær ekki?? Er allt í lagi að skella laust á bossann eða má skella svo að undan svíði og jafnvel enn verra??? Ég vildi alveg sjá skilgreiningu þessara dómara á hvenær þetta er í lagi og hvenær ekki.
Mér finnst reyndar rassskellingar alls ekki í lagi og það er svo sannarlega hægt að aga börnin án þess að til ofbeldis komi. Það felst enginn agi í að beita aðferðum sem aðeins eru til þess fallnar að vekja ótta hjá barninu um frekara ofbeldi. Slíkt vekur ekki annað en þörf hjá barninu til að komast hjá slíkum refsingum vegna ótta. Ótti kennir barninu ekki rétt siðferði eða hvað er í raun rétt og rangt. Það kennir barninu einungis hvernig best er að haga sér til að komast hjá því að vera beitt ofbeldi. Slíkur ótti gerir ekkert annað en að brjóta niður sjálfsmynd og er alls ekki til þess fallinn að barnið læri að umgangast félaga sína á réttum forsendum.
Hvers vegna virðist það vera svo að dómarar landsins hafi tendensa til að finna afsakanir fyrir ofbeldinu??
Barnaheill harma dómsniðurstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
18.8.2008 | 21:15
Segjum nei við ofbeldi gegn konum!
Fékk þetta lánað á blgginu hennar Hörpu og hvet svo sannarlega alla til að skrifa undir.
"fimmtudagur, 14 ágúst 2008
Ríkisstjórn Íslands segir NEI við ofbeldi gegn konum. - Nýtt átak á vegum
UNIFEM á Íslandi hafið
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRIFA UNDIR!
Undirskriftaátakið Segjum NEI við ofbeldi gegn konum var opnað á www.unifem.is í dag
Utanríkisráðherra, samgönguráðherra og heilbrigðisráðherra undirrituðu áskorunina fyrir hönd ríkisstjórnarinnar að viðstöddum fjölmiðlum .Átakið er hvatning til ríkisstjórna heims að grípa til aðgerða til að binda endi á ofbeldi gegn konum.
Allir Íslendingar eru hvattir til þess að skrifa undir
Ef eitthvað skiptir máli i samfélögum heims þá er það að auka réttindi og
bæta stöðu kvenna, ekki bara fyrir konur heldur samfélagið allt. Við skulum
ekki gleyma því að konur eru ekki bara fórnarlömb heldur einnig gerendur í
eigin lífi. Konur um allan heim taka málin í sínar hendur og þess vegna er
svona átak mikilvægt því að það styður þær í því," sagði Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir utanríkisráðherra á fjölmiðlafundi hjá UNIFEM á Íslandi í morgun
um leið og hún hvatti alla ráðherra, þingmenn og almenning til að leggja
átakinu lið.
Átakið
Í nóvember síðastliðnum fóru höfuðstöðvar UNIFEM af stað með átakið Say NO
to Violence against Women í samstarfi við velgjörðarsendiherra sinn Nicole
Kidman. Það átak mun standa yfir í eitt ár. Landsnefnd UNIFEM á Íslandi
opnaði í dag sérstaka íslenska heimasíðu tileinkaða átakinu til þess að
hvetja Íslendinga til þess að ljá málefninu lið og skrifa nafn sitt undir
áskorun til ríkisstjórna heims.
Ofbeldi gegn konum er málefni sem getur ekki beðið. Að minnsta kosti ein
af hverjum þremur konum er barin, þvinguð til kynlífs eða misnotuð á annan
hátt einhvern tímann á lífsleiðinni. Fimmta hver kona verður fórnarlamb
nauðgunar eða tilraunar til nauðgunar. Mansal, kynferðisleg áreitni,
limlesting á kynfærum kvenna, morð vegna heimanmunds, heiðursmorð og
útburður stúlkubarna eru hluti af sama vandamáli, þetta er allt ofbeldi gegn
konum. Ekkert land, engin menning, engin kona ung eða gömul, er ónæm fyrir
þessari plágu. Alltof oft er komist upp með þessa glæpi án þess að refsað sé
fyrir og ofbeldismennirnir ganga lausir. " sagði Regína Bjarnadóttir
stjórnarformaður UNIFEM á Íslandi á blaðamannafundi í dag þegar hún vakti
máls á mikilvægi þess að ríkisstjórnir heims gripu til aðgerða gegn
kynbundnu ofbeldi.
Markmið átaksins er að fá sem flesta Íslendinga til þess að skrifa undir
áskorunina Segjum NEI við ofbeldi gegn konum á heimasíðu UNIFEM á Íslandi -
www.unifem.is <http://www.unifem.is/> . Átakið mun standa yfir í 12 vikur og
lýkur þann 6. nóvember næstkomandi. Þá munu undirskriftirnar verða sendar
formlega til höfuðstöðva UNIFEM í New York, en heimsátakinu lýkur þann 25.
nóvember á baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi.
Því fleiri undirskriftir - því sterkari málstaður
Þetta átak UNIFEM - Segjum NEI við ofbeldi gegn konum - hvetur fólk til þess
að setja nafn sitt á blað sem yfirlýsingu um stuðning almennings og ákall
til ráðafólks á heimsvísu um að gera það að forgangsverkefni að binda endi á
ofbeldi gegn konum. Því fleiri nöfnum sem við söfnum því sterkari er
málstaðurinn.
Það hefur sýnt sig að sterkur pólitískur vilji til þess að binda endi á
ofbeldi gegn konum er eitt sterkasta vopnið í baráttunni. Í flestum ríkjum
heims gæti bætt lagasetning, framkvæmd laga, eftirfylgni og réttlátara
dómskerfi minnkað ofbeldi gegn konum til muna. Víðtækur stuðningur við
átakið mun skila aukinni vitund um mikilvægi þess að berjast gegn ofbeldi
gegn konum, hvað ríkisstjórnir heims geta gert til þess að leggja sitt af
mörkum og aukinni vitund um að til séu raunverulegar lausnir sem munu skila
sér í minnkandi ofbeldi gegn konum.
Frá norðri til suðurs "
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.8.2008 | 17:02
Alltaf gott að heyra....
þegar svona stórir vinningar fara virkilega á staði þar sem þeirra er greinilega þörf. Þessi hjón ættu nú að hafa tækifæri til að minnka vinnuna allavega niður í að vinna bara eðlilega fullt starf. Þar með ættu þau einnig að hafa meiri tíma til að eyða með fjölskyldunni og er það bara frábært mál.
Samgleðst þeim innilega og óska þess að allir vinningar lottó fari til fólks sem virkilega þarf á þeim að halda.
Hjón með 3 börn fengu stóra vinninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.8.2008 | 11:35
Visakortið bráðnað haha
Já kerlan skellti sér í smá verslunarferð til Köben og Svíþjóðar með litlu systur frá fimmtudegi til sunnudags.
Lögðum af stað eldsnemma (um miðja nótt reyndar) héðan af suðurlandinu og vorum komin til Köben um hádegi að staðartíma. Vorum með bílaleigubíl og það fyrsta sem gert var eftir að hann var kominn var auðvitað að skella sér í Fields og skoða smá. Verslaði smá þar en við vorum reyndar bara stillttar þann daginn og vorum svo komnar snemma upp á hótel og farið snemma í svefn það kvöld enda bumbulína orðin vel þreytt.
Föstudagurinn fór svo í að bruna yfir til Sverige þar sem að stórum hluta dagsins var eytt í búðum í Väla center í Helsingborg. Auðvitað var H&M nærri tómt þegar tvær kaupóðar kerlur frá íslandi höfðu lokið sér af . Brunuðum svo alla leið upp til Ullared og þar rétt náðum við að kíkja inn í klukkutíma fyrir lokun. Gistum síðan á mótelinu þar og ekki farið alveg jafn snemma að sofa þar sem jú þurfti að koma í töskurnar því sem verslað hafði verið.
Vöknuðum báðar mun fyrr en ætlað var á laugardeginum og ákváðum bara að drífa okkur af stað fyrst að hvorug gat sofnað aftur. Fengum okkur morgunverð og gengum frá flestu og vorum svo mættar út í búð fyrir klukkan átta - hehe já klikkaðar kerlur á ferð Versluðum bara smá þarna - hva ekki nema eins og fulla innkaupakörfu af fötum - hvað er nú það á milli vina?
Hugsaði nú reyndar um það að maður væri komin svo ótrúlega nálægt vinum mínum í Sverige sem búa meðal annars rétt fyrir norðan Gautaborg og rétt fyrir norða Växjö í Smálöndunum og svo auðvitað bloggvinur minn hann Gunnar í Jönköping. En enginn var nú tíminn í þetta skiptið til að hitta þetta yndislega fólk.
Höfðum lokið okkur af þarna rétt um hádegi og ákváðum bara að renna niður á skán aftur. Fyrsta verkið þegar þangað var komið var reyndar að koma við í Landskrona og fá okkur kebabpizzu sem er heimsins besta pizza sko - slefa við tilhugsunina um þessa pizzu. Eftir það var brunað í center syd og þar kíkt enn frekar í búðir. Hehehe vissum svosem að töskurnar okkar voru löngu orðnar fullar en well well þetta er bara svo gaman Svo var það Köben aftur og vorum bara komnar snemma upp á hótel. Trítluðum svo reyndar aðeins niður á aðallestastöðina til að kaupa okkur smá snarl en svo lá nú kerla bara fyrir framan tv að slappa af þar til að farið var að sofa. Tja eða þannig- ekki alveg það auðveldasta sem maður gerir að sofa á hóteli við Istergade þar sem að lífið hefst fyrst á nóttunni. En með hjálp eyrnartappa gekk nú að sofa smá.
Í gær var svo bara rólegheit og fórum við ekki af stað fyrr en um kl 10. Þá var tekinn smá rúntur og ætlunin var að fara í risa flóa/antikmarkað sem við höfðum farið í áður. En þegar til kom reyndist því miður búið að rífa það hús og vissi enginn sem við hittum hvert markaðurinn sjálfur hafði farið. Svo við ákváðum bara að skutlast og skila bílnum út á völl en honum áttum við að skila fyrir kl. 13.30 og töskunum komun við bara í geymslu þarna úti á velli.
Svo lestuðum við okkur aftur niður í miðbæ og kíktum í tivolí svona til að halda okkur örugglega frá búðum sem ef til vill væru opnar haha. Notalegt að trítla um í tivolí og skoða mannlífið þar. Nenntum því þó ekki lengur og ákváðum bara að skella okkur í bíó kl 16.30. Mamma mia varð fyrir valinu og vá hvað við skemmtum okkur vel. Þessi mynd verður sko örugglega keypt þegar hún kemur á DVD og horft á hana aftur og aftur.
Eftir þetta var tími til kominn að bruna út á völl og tékka sig inn. Gekk það hið besta og yfirviktin bara ótrúlega lítil (á farangrinum það er að segja) Flugið gekk með ágætum og var heldur rýmra um okkur í þessari vél en þeirri sem við fórum í á leið út en þar gat maður nú ekki einu sinni sett bók í hólfið við sætið því maður var með hnén klesst þar við. Þeir sem leggjalangir eru voru sko ekki í góðum málum og skakkir og skældir eftir flugið get ég sagt ykkur. Slapp við tollarana sem betur fer - ætla ekki einu sinni að reyna að reikna strax hve mikið var verslað fyrir en þeir hefðu sennilega getað sektað mig smá En núna er ég búin að versla allar jóla og afmælisgjafir fyrir unga fólkið næsta árið og wow hvað það er góð tilfinning. Verður sennilega enn betri tilfinning í nóv. des. að þurfa ekki að fara í búðir. Verslaði jú einnit helling á famelíumeðlimina bæði fædda og ófædda. Svo sennilega er ekki skrítið að maður hafi verslað visakortið í hengla haha
Kom svo heim um eitt í nótt og það var svo sannarlega þreytt kerla sem skreið upp í hjá karli sínum og sofnaði næstum áður en ég lagði hausinn á koddann.
Þið getið svo rétt ímyndað ykkur hve yndislegt var að vakna við skottuna í morgun sem var mjög sæl að sjá mömmu gömlu. Fékk sko mörg yndisleg knús og kossa
Svo fara næstu dagar í að ná úr mér þreytunni eftir ferðina og ná af mér þeim bjúg sem ég því miður náði mér í. Sennilega ekki það viturlegasta sem kerla á sjöunda mánuði gerir að fara í svona ferð En bumbugullið er nú orðin vant ýmsu eftir suðurlandsskjálfta og árekstur svo það ætti nú að vera með sterk bein
Hef hreinlega ekki orku til að fara allan bloggrúntinn núna og lesa og kommenta. Segi bara við ykkur allir bloggvinir mínir að ég óska ykkur góðra daga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.8.2008 | 09:39
Vonandi nær þetta í gegn núna
Vill nálgunarbann án dóms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
11.8.2008 | 17:47
Verðugt verkefni
Ég vil benda ykkur á verkefnið hennar Ásdísar bloggvinkonu og endilega hvetja ykkur til að taka þátt. Munum að margt smátt gerir eitt stórt og það er löng tímabært að rétta þessum hópi hjálparhönd. Nú þegar kólna fer í veðri er enn mikilvægara en ella að aðstoða þetta ógæfufólk og létta þeim lífið eins og hægt er.
Ásdís þú ert frábær að hrinda þessu af stað og þú stóðst þig frábærlega í viðtalinu áðan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.8.2008 | 18:59
Fögnum fjölbreytileikanum - hinsegin dagar
Litla fjölskyldan ákvað að bregða sér af bæ í dag eftir að ég hafði aðeins lagt mig eftir næturvaktina og héldum við til höfuðborgina að taka þátt í gleðigöngunni. Eins og alltaf þá er þetta svo sannarlega gleðiganga og mikið um fjör, liti, söng og gleði. Skottu fór nú reyndar að leiðast þófið eftir nærri 2 tíma þar sem að hún vildi helst fá að hlaupa bara frjáls um en foreldrarnir vildu nú vita hvar hún væri og héldu því fast í hana. Útkoman varð að við vorum sammála um að vera ósammála í þessum efnum
Mér finnst þessi gleðiganga algjörlega frábær og hef verið niðri í bæ flest skiptin frá upphafi. Hafði að vísu ekki komist síðustu ár og var því glöð að komast loksins í dag. Finnst gangan einmitt sýna hve yndislega skemmtilegur fjölbreytileikinn getur verið og það er aðeins okkar að meta það sem aðrir geta kennt okkur - hverrar trúar sem þeir eru, kynhneigðar eða annað. Við erum öll hluti af hinu stóra málverki og til að málverkið verði fullklárað þarf að hafa öll litbrigðin með - það er okkur öll með okkar mismunandi einkennum.
Hér koma myndir frá þessum gleðidegi
frekar mikið að gera að tala í símann á meðan hún beið eftir göngunni haha
Blöðruormurinn flotti í fánalitum samkynhneigðra
Skottu þótti Skjöldur frekar óárennilegur í þessari múnderingu
Föngulegur hópur búddista var með atriði í göngunni (reyndar 2)
Náði í blöðruorminn og vildi nú helst bara taka hann með heim
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)